Fullt hús á Ólympíumótinu

Ólympíumótið í skák hófst í dag í borginni Tromsö í Noregi. Smávægileg töf varð á upphafi fyrstu umferðar vegna öryggisráðstafana, en allir keppendur þurfa að ganga í gegnum vopnaleitarhlið, sem tekur sinn tíma enda mótið risavaxið í alla staði. Hliðið leitar einnig að raftækjum, en stranglega bannað er að hafa slíkt inni í skáksalnum. Í framhaldinu…