Sigur Hugins á Íslandsmóti skákfélaga 2015 – Görótt ráðabrugg Hermanns bónda

  Skákfélagið Huginn reit nafn sitt á rollu íslenskrar skáksögu með sigri á nýloknu Íslandsmóti skákfélaga. Fylgt var fimm ára búnaðaráætlun Hermanns Aðalsteinssonar, fjárbónda og formanns félagsins, er hann lagði fram á skerplu árið 2010, ásamt 200 lausavísum um strategíska hugsun í skák og ágæti framsóknarmennsku. Fengu sauðamenn í sveit Goðans sáluga skýr fyrirmæli um…

Tómas Veigar vann páskaskákmót Hugins á Húsavík

Tómas Veigar Sigurðarson vann öruggan sigur á páskaskákmóti Hugins sem fram fór á Húsavík í gærkvöld. Tómas hafði mikla yfirburði á mótin og lagði alla andstæðinga sína að átta að tölu (Rp 2416). Smári Sigurðsson varð í öðru sæti með 7 vinninga og Rúnar Ísleifsson varð þriðji með 5,5 vinninga. Níu keppendur tóku þátt í…

Hraðkvöld Hugins í Mjóddinni mánudaginn 30. mars

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 30. mars nk.  og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verða svo hraðkvöldin fyrsta og síðasta mánudaga í hverjum mánuði að því undanskildu þegar mánudag ber upp á stórhátíð. Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær…