Hraðskákkeppni taflfélaga: Tvöfaldur sigur TR!

Tvær viðureignir í Hraðskákkeppni taflfélaga fóru fram í skákhöll TR í gærkvöldi. Í forkeppni um sæti í 16. liða úrslitum mættust Unglingalið Taflfélags Reykjavíkur (Truxvi) og Kvennalandsliðið. Fyrirfram var búist við jafnri keppni og sú varð líka raunin. Sveit Truxvi leiddi Hilmir Freyr Heimisson sem nýverið gékk til liðs við TR úr Hugin, en með…

Hraðskákkeppni Taflfélaga: Skákfélag Akureyrar lagði Fjölni

Skákfélag Akureyrar og Fjölnir áttust við í 16-liða úrslitum Hraðskákkeppni taflfélaga miðvikudagskvöldið 12. ágúst. Keppnin fór fram á sal Skákskóla Íslands. Fyrirfram mátti búast við all jafnri viðureign enda liðin áþekk á ELO-stigum. Eftir fyrstu tvær umferðinar stóðu leikar jafnt, sex vinningar gegn sex. Þá gáfu Skákfélagsmenn heldur betur í og tryggðu sér góða forystu…

Huginn A- og B-lið áfram í átt liða úrslit

Það fóru tvær viðureignir fram í félagsheimili Hugins í Mjóddinni síðasta fimmtudagskvöld. Það öttu kappi Huginn A-sveit og Reykjanesbær annars vegar og hins vegar Huginn B-sveit og Skákgengið hins vegar. Þessar viðureignir fóru nokkuð ólíkt af stað. A-sveit Hugins byrjaði af krafti og sló Reyknesinga strax í byrjun út af laginu með nokkrum góðum sigrum. Reyknesbær…

Íslandsmeistararnir og hraðskákmeistararnir mætast

Í gær var dregið í aðra umferð Hraðskákeppni taflfélaga. Íslandsmeistarar Hugins og hraðskákmeistarar taflfélaga, Taflfélags Reykjavíkur, mætast í átta liða úrslitum en þessi lið mættust í úrslitum í fyrra. Einnig var dregið í Litlu bikarkeppnina sem nú fer fram í fyrsta sinn en þar mætast liðin sem töpuðu í fyrstu umferð. Það var Ólafur S. Ásgrímsson, yfirdómari…

Jón Viktor Gunnarsson sigraði á Borgarskákmótinu

Alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson sem tefldi fyrir Malbikunarstöðina Höfða sigraði á 28. Borgarskákmótinu sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Hann sigraði alla andstæðinga sína og kom í mark með 7 vinninga. Jón Viktor sigraði einnig mótið í fyrra en þá hlaut hann 6 1/2 vinning. Formaður borgarráðs og staðgengill Borgarstjóra Sigurður Björn…