153 krakkar tóku þátt í jólapakkamóti Hugins

153 krakkar tóku þátt í Jólapakkamóti Hugins sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur 19. desember sl. Mótið var því nú sem endranær fjölmennasta krakkamót ársins. S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, setti mótið og lék af því loknu fyrsta leik mótsins fyrir Óskar Víking Davíðsson. Fjörið var hafið! Teflt var í sex flokkum og voru keppendur allt…