Óttar vann síðustu æfinguna og tryggði sér sigur í stigakeppninni.

Lokaæfing vetrarins í Huginsheimilinu  var haldin 6. maí sl. Töluverð spenna var í stigakeppni æfinganna en fyrir lokaæfinguna var Rayan Sharifa með eins stigs forskot á Óttar Örn Bergmann Sigfússon en þeir tveir hafa skipst á að verið í forystu allan veturinn. Nokkru á eftir þeim en örugg í þriðja sætinu var Batel Goitom Haile.…