Skákþing Norðlendinga fer fram kl 13:00 á sunnudag á netinu – Æfingamót á fimmtudagskvöldið

Ákveðið hefur verið að Skákþing Norðlendinga 2020 fari fram á netinu (tornelo.com) sunnudaginn 13. desember kl 13:00. Öllum áhugasömum verður heimil þátttaka í mótinu en aðeins keppendur með lögheimili á Norðurlandi geta unnið til verðlauna. Ókeypis verður í mótið. Stefnt að því að tefla 9 umferðir með umhugsunartímanum 8-2. á mann, en endanlegur fjöldi umferða…