Óskar Víkingur Davíðsson og Stefán Orri Davíðsson voru efstir og jafnir með 4,5v af fimm mögulegum á Huginsæfingu sem haldin var 7.mars sl. Þeir voru einnig jafnir að stigum og innbyrðis viðureignin endaði með jafntefli. Til að fá úrslit tefldu þeir eina skák til úrslita og þar hafði Óskar betur og hlaut því fyrsta.sætið og Stefán Orri annað sætið. Næstir komu Heimir Páll Ragnrsson og Gabríel Sær Bjarnþórsson með 3v . Þeir voru einnig jafnir á öllum stigum en tefldu ekki innbyrðis. Einnig hér var tefld ein lokaskák og þar hefði Heimir Páll betur í baráttunni um 3.sætið.
Yngri flokkinn vann Batel Mirion Tesfamheret örugglega með 5v í jafn mörgum skákum. Í öðru sæti var Brynja Stefánsdóttir með 4v og þriðji var Andri Hrannar Elvarsson með 3v.
Í æfingunni tóku þátt: Óskar Víkingur Davíðsson, Stefán Orri Davíðsson, Heimir Páll Ragnarsson, Gabríel Sær Bjarnþórsson, Jón Þorberg Sveinbjörnsson, Viktor Már Guðmundsson, Adam Omarsson, Sölvi Már Þórðarson, Frank Gerritsen, Daníel Guðjónsson, Batel Mirion Tesfamheret, Brynja Stefánsdóttir, Andri Hrannar Elvarsson, Heiður Þórey Atladóttir, Eiríkur Þór Jónsson, Einar Dagur Brynjarsson, Josef Omarsson og Róbert Antionio V. Róbertsson.
Næsta æfing verður mánudaginn 14. mars 2016 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.