Jón Kristinn og Gabríel umdæmismeistarar Norðurlands-eystra í skólaskák 2015

Jón Kristinn Þorgeirsson og Gabríel Freyr Björnsson unnu sigur hvor í sínum aldursflokki, á umdæmismóti Norðurlands-eystra í skólaskák (kjördæmismótinu) sem fram fór á Laugum í Reykjadal dag. Jón Kristinn vann öruggan sigur í eldri flokki þegar hann lagði alla sína andstæðinga. Benedikt Stefánsson varð í öðru sæti með 3 vinninga af fjórum mögulegum og Jón…

Ari og Magnús sýslumeistarar í skólaskák

Ari Rúnar Gunnarsson Reykjahlíðarskóla og Magnús Máni Sigurgeirsson Borgarhólsskóla, urðu Þingeyjarsýslumeistarar í skólaskák í dag hvor í sínum aldursflokki.   Fimm keppendur tóku þátt í eldri flokki og var hart barist. Þegar ein umferð var eftir voru fjórir jafnir með tvo vinninga. Ari vann sína skák en Jón Aðalsteinn og Jakub Piotr gerðu jafntefli og…

Ari og Gunnar skólameistarar í Reykjahlíðarskóla

Skólaskákmót í Reykjahlíðarskóla var haldið 9. og 10. febrúar. Keppt var í tveimur flokkum, 2.-7. bekk og 8.-10. bekk. Úrslit urðu á þessa leið: Yngri flokkur: 1. sæti Gunnar Bragi Einarsson 2. sæti Dóróthea G. Bin Örnólfsdóttir 3. sæti Brynjar Már Halldórsson Dóróthea og Brynjar voru með jafn marga vinninga og því réð vinningafjöldi andstæðinga þeirra…

Eyþór og Kristján skólameistarar í Stórutjarnaskóla

Eyþór Kári Ingólfsson og Kristján Davíð Björnsson urðu skólameistarar í skák í Stórutjarnaskóla sl. miðvikudag, þegar skólamótið fór þar fram. Eyþór vann eldri flokkinn með 4 vinningum af 5 mögulegum, en Kristján vann allar sínar skákir fimm að tölu í yngri flokknum. tímamörk voru 10 mín og tefldar voru fimm umferðir í báðum aldursflokkum. Lokastaðan…

Ný alþjóðleg skákstig 1. apríl

Ný alþjóðleg skákstig komu út í gær 1. apríl. Hjörvar Steinn Grétarsson er stigahæstu Huginsfélaga með 2560 stig og þriðji stigahæsti Íslendingurinn. Stefán Kristjánsson er níundi með 2485 stig og í 13. sæti er Helgi Áss Grétarsson með 2450 stig. Margir félagsmenn norðan heiða fá sín fyrstu fide-skákstig og unglingarnir hækka verulega frá síðasta lista.…

Tómas Veigar vann páskaskákmót Hugins á Húsavík

Tómas Veigar Sigurðarson vann öruggan sigur á páskaskákmóti Hugins sem fram fór á Húsavík í gærkvöld. Tómas hafði mikla yfirburði á mótin og lagði alla andstæðinga sína að átta að tölu (Rp 2416). Smári Sigurðsson varð í öðru sæti með 7 vinninga og Rúnar Ísleifsson varð þriðji með 5,5 vinninga. Níu keppendur tóku þátt í…

Páskaskákmótið á laugardagskvöld

Páskaskákmót Hugins á norðursvæði fer fram laugardagskvöldið 28. mars í Framsýnarsalnum Garðarsbraut 26 á Húsavík Mótið hefst kl 20:00 og lýkur fyrir kl 23:00.   Tímamörk eru 10 mín + 5 sek á leik og tefldar verða 7 umferðir (swiss-manager) Mótið verður reiknað til fide-atskákstiga Þátttökugjald er kr 500. Páskaegg í verðlaun fyrir þrjá efstu…