Fjórir efstir og jafnir á skákþingi Hugins á Húsavík

Smári Sigurðsson, Rúnar Ísleifsson, Hjörleifur Halldórsson og Jakob Sævar Sigurðsson eru efstir með 2,5 vinninga hver eftir þrjár umferðir á Skákþingi Hugins á norðursvæði sem hófst á Húsavík í morgun.  Úrslit í fyrstu þremur umferðunum voru nokkuð eftir bókinni nema helst þau að Sam Rees vann Hermann Aðalsteinsson í fyrstu umferð. Pörun í 4. umferð…

Óskar Víkingur silfurverðlaunahafi á NM í skólaskák

Huginsmaðurinn Óskar Víkingur Davíðsson náði þeim frábæra árangri að ná öðru sætinu á Norðurlandamóti í skólaskák sem fram fór í Klakksvík í Færeyjum um síðustu helgi. Hann er 9 ára og keppti í E-flokki keppenda sem fæddir eru 2004 og 2005 og hefur hann því áfram keppnisrétt í flokkum að ári. Óskar var fimmti í…

Skákþing Hugins á norðursvæði 2015 – Meistaramót

Skákþing Hugins á norðursvæði fer fram helgarnar 28 feb-1 mars og 7-8. mars nk. Teflt verður í Framsýnarsalnum að Garðarsbraut 26 á Húsavík. Dagskrá: Laugardaginn 28. feb kl  10:30   1. umferð   tímamörk 30 mín á mann (atskák) Laugardaginn 28. feb kl  11:30   2. umferð Laugardaginn 28. feb kl  13:30   3. umferð Sunnudagur    1. mars kl 11:00…

Skákþing Akureyrar – Jakob Sævar með jafntefli í þriðju umferð

Í gær fór fram 3. umferð Norðurorkumótsins, Skákþings Akureyrar 2015, en Jakob Sævar Sigurðsson er meðal þátttakenda. Í umfjöllun um umferðina á vef skákfélags Akureyrar segir ma. þetta.   Á 5. borði tefldu Haki og Jakob. Skákin varð fjörug eftir fremur rólega byrjun þar sem báðir keppendur vildu helst ekki leika peðum sínum nema um…

Úrslitakeppni Janúarmótsins fer fram á laugardag

Úrslitakeppnin Janúarmótsins (playoff) hefst kl 10:30 í Framsýnarsalnum á Húsavík nk. laugardag, en þá verður fyrri umferðin tefld. Seinni umferðin hefst kl 14:30, en má hefjast fyrr ef tekst um það samkomulag milli andstæðinga. Úrslitakeppnin er keppni á milli austur og vesturriðila um endanlega röðun í Janúarmótinu. Efstu menn í báðum riðlum keppa um sigurinn…

Skákþing Akureyrar – Jakob vann í fyrstu umferð

Norðurorkumótið, Skákþing Akureyrar 2015 hófst í gær með 10 skákum. Hart var barist á öllum borðum og engin skák endaði með jafntefli. 21 keppandi er skráður til leiks. Huginsmaðurinn Jakob Sævar Sigurðsson (1806) tekur þátt í mótinu og vann Jakob hinn unga Oliver Ísak Ólafsson í fyrstu umferðinn í gær. Jakob Sævar mætir hinum gamal…

Janúarmótið – Pörun klár

Pörun fyrir Janúarmót Hugins á norðursvæði er klár á chess-results. Hér má sjá pörun fyrir vestur-riðilinn og hér fyrir austur-riðilinn. 1-2. umferð verður tefld laugardaginn 3. janúar og 3. umferð verður svo tefld mánudagskvöldið 5. janúar í Framsýnarsalnum á Húsavík og á Vöglum í Fnjóskadal. Pörun í vestur-riðli Round 1 on 2015/01/03 at 11:00 Bo. No.…

Hilmir í verðlaunasæti í Danmörku

Hilmir Freyr Heimisson (1856) endaði í verðlaunasæti á alþjóðlega mótinu í Øbro í Danmörku sem lauk í gær. Hilmir Freyr hlaut 3,5 vinning eða 50% vinningshlutfall og varð í 1.-2 sæti í sínum stigaflokki. Hilmir tefldi við stigahærri andstæðinga í öllum skákunum nema einni. Tvær umferðir voru tefldar í gær. Hilmir tapaði báðum sínum skákum í…