Skemmtikvöld Hugins í Dalakofanum 8. nóvember

Fyrsta skemmtikvöld Hugins á norðursvæði í vetur verður haldið í Dalakofanum á Laugum í Reykjadal nk. laugardagskvöld kl 20:30. Á dagskrá verður fyrirlestur um Milljónamótið í Las Vegas frá sjónarhóli Hermanns Aðalsteinssonar.   Herman segir frá mótinu, sýnir nokkrar skákir og birtir myndir sem ekki hafa verið birtar áður. Einnig mun Hermann sýna stutt brot…

15 mín skákmót Hugins á norðursvæði verður 8. nóvember

Hið árlega 15 mín skákmót Hugins á norðursvæði verður haldið laugardaginn 8. nóvember í Framsýnarsalnum Garðarsbraut 26 á Húsavík og hefst mótið kl 14:00. Áætluð mótslok eru um kl 17:00. Tefldar verða 7 umferðir eftir monrad-kerfi og verður umhugsunartíminn 15 mín, eins og gefur að skilja. Umferðafjöldinn fer þó eftir fjölda keppenda. Teflt verður í…

Huginn með forystu eftir 1. umferð

Skákfélagið Huginn er í forystu að lokinni fyrstu umferð Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór í gærkvöld í Rimaskóla. Huginn vann 7-1 sigur á eigin b-sveit. Fjölnismenn eru í öðru sæti eftir 5,5-2,5 sigur á Skákfélagi Akureyrar. Taflfélag Reykjavíkur, Taflfélag Bolungarvíkur og Skákfélag Íslands unnu öll sínar viðureignir 5-3. Úrslit fyrstu umferðar: No. Team Team Res.…

Huginn – TR í kvöld kl 20:00

Úrslitaviðureign Hraðskákkeppni taflfélaga fer fram í kvöld í húsnæði SÍ. Það eru Skákfélagið Huginn og Taflfélag Reykjavíkur sem tefla til úrslita. Búast má við jafnri og spennandi viðureign félaganna enda flestir telja að þessi tvö félög muni berjast um Íslandsmeistaratitilinn á Íslandsmóti skákfélaga. Viðureignin hefst kl. 20 og eru áhorfendur velkomnir á skákstað. Stefán Bergsson birti…

Västerås Open hefst í dag

Västerås Open hefst í Svíþjóð í dag. Mótið er mjög fjölmennt en yfir 350 skákmenn eru skráðir til leiks. Mótið er 8 umferða og fyrstu fjórar umferðirnar eru með tímamörkunum 15 mín+ 5 sek/leik, en umferðir 5-8 erum með 90 mín+30 sek/leik Huginsfélaginn Felix Steinþórsson tekur þátt í mótinu en 12 aðrir Íslenskir skákmenn, flestir…

Huginn og TR mætast í úrslitum á sunnudaginn

Úrslitaviðureign Hraðskákkeppni taflfélaga fer fram á sunnudagskvöldið. Það eru Skákfélagið Huginn og Taflfélag Reykjavíkur sem mætast í úrslitum. Búast má við harðri og spennandi viðureign en flestir telja að einmitt þessi tvö félög berjist um Íslandsmeistaratitil skákfélaga. Goðinn-Mátar, sem er hluti af skákfélaginu Huginn í dag, vann þessa keppni í fyrra eftir bráðabana við Víkingaklúbbinn.…

EM-taflfélaga – Pistill 6. umferðar

Í dag mættum við sigurvegurunum frá því í fyrra G-Team Novy Bor fra Tékklandi. Meðalstig þeirra eru 2696 og þeir stilltu upp sínu sterkasta liði með Wojtaszeka á fyrsta borði, Navara á öðru borði, Harikrishna á þriðja borði, Laznicka á fjórða borði, Sasikiran á fimma borði og Hracek á sjötta borði. Hracek er að vísu…