Ný FIDE-skákstig

Ný fide-skákstig eru komin út og gilda 1. júlí. Heimir Páll Ragnarsson hækkar mest allra frá síðasta lista, eða um 50 stig, eftir frábæra frammistöðu í Sardiníu og Lenka Ptácníková hækkar um 46 stig eftir góða frammistöðu á alþjóðlegu móti í Teplice.   Listi yfir Hugins-félaga með FIDE-skákstig er hér fyrir neðan. Athugið að listinn er…

EM-kvenna – Lenka meðal keppenda

Landsliðskonan og Huginsfélaginn Lenka Ptacnikova (2310) tekur þátt í EM-kvenna sem hefst í borginni Plovdiv í Búlgaríu 5, júlí nk. 118 konur eru skráðar til leiks og er Lenka 52 í styrkleikaröðinn fyrir mótið. Í stuttu spjalli við skákhuginn.is sagði Lenka að mótið yrði mjög sterkt. Lenka hefur verið að tefla meira en konur yfirleitt gera að undanförnu…

Góð frammistaða Lenku í Teplice

Lenka Ptácníková (2264) stóð sig afar vel á opna skákmótinu í Teplice í Tékklandi sem lauk í gær. Lenka tapaði reyndar tveimur síðustu skákunum; í lokaumferðinni fyrir Hannesi Hlífari Stefánssyni (2540) í uppgjöri fyrsta borðs manna Íslands. Lenka hlaut 5,5 vinning, endaði í 25.-47. sæti (25. sæti á stigum) og hlaut önnur verðlaun í kvennaflokki.…

Ný Íslensk skákstig

Ný íslensk skákstig er komin út og tóku gildi 1. júní sl. Íslandsmótið í skák er ekki reiknað með þar sem því móti lauk þann 1. júní. Stórmeistararnir Helgi Áss Grétarsson, Stefán Kristjánsson og Þröstur Þórhallsson eru stigahæstir Huginsmanna. Hilmir Freyr Heimisson hækkar mest félagsmanna Hugins frá síðasta lista eða um 71 stig. Óskar Víkingur…

Áskell Landsmótsmeistari 50+ í skák

Áskell Örn Kárason UFA vann öruggan sigur í skák á Landsmóti 50+ sem fram fór á Húsavík í dag. Áskell vann allar sínar skákir þrjár að tölu. Jón Arnljótsson UMSS varð annar með 1,5 vinninga, Ólafur Ásgrímsson ÍBR þriðji með 1 vinning og Ámann Olgeirsson HSÞ fjórði með 0,5 vinninga. Tefldar voru atskákir með 25…

Landsmót 50+ á Húsavík – Skráningarfrestur rennur út annað kvöld

Margir hafa skráð sig til keppni á Landsmót 50+ sem fram fer um komandi helgi, 20-22 júní á Húsavík. Lokað hefur verið fyrir skráningu í Boccia og Bogfimi, en í aðrar greinar hefur skráningarfresturinn verið framlengdur til miðnættis annað kvöld, miðvikudagskvöld 18. júní og þar á meðal í skák. Allir sem eru fæddir 1964 eða fyrr…

Mjóddarmótið verður haldið á morgun laugardaginn 14. júní

Mjóddarmótið fer fram laugardaginn 14. júní í göngugötunni í Mjódd.  Mótið hefst kl. 14 og er mótið öllum opið. Góð verðlaun í boði.  Á síðasta ári sigraði Gámaþjónustan ehf en fyrir þá tefldi Daði Ómarsson.  Tefldar verða sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma.  Skráning fer fram í síma 866-0116, á heimasíðu Hugins og skak.is. Þátttaka er ókeypis! Upplýsingar um skráða keppendur má finna hér. Mjóddarmótið var fyrst haldið 1999 og…

Þröstur, Lenka, Hallgerður, Jóhanna og Elsa valin í ólympíulið Íslands

Liðsstjórar beggja ólympíuliða Íslands hafa tilkynnt liðsval sitt til stjórnar SÍ og landsliðsnefndar. Liðið velja þeir í samræmi við 15. gr. skáklaga SÍ. Í Ólympíulið Íslands á Ólympíuskákmótinu í Tromsö 1.-15. ágúst nk. hafa verið valdir eftirtaldir: Opinn flokkur: GM Hannes Hlífar Stefánsson (2540) GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2545) IM Guðmundur Kjartansson (2434) GM Þröstur Þórhallsson (2425)…

Lenka Íslandsmeistari kvenna – Sigurður Daði vann áskorendaflokkinn

Lenka Ptácnikóvá varð í dag Íslandsmeistari kvenna. Hún stóð sig frábærlega í áskorendaflokki og endaði þar í öðru sæti. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir varð í öðru sæti á Íslandsmóti kvenna og Tinna Kristín Finnbogadóttir þriðja. Sigurður Daði Sigfússon vann sigur í áskorendaflokki með 7,5 vinninga af 9 mögulegum, Lenka varð önnur með 7 vinninga og Davíð Kjartansson varð þriðji…

Íslandsmótið í skák – Magnús efstur í áskorendaflokki

Sjöunda umferð Íslandsmótsins í skák hefst kl. 16. Gríðarleg spenna er á mótinu og sviptingar miklar. Aldrei hafa nákvæmlega sömu aðilar leitt mótið tvær umferðir í röð. Þetta er í þriðja skiptið sem Íslandsmótið er haldið í Kópavogi. Alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson, sem er aðeins sjöundi í stigaröð tíu keppenda er mjög óvænt efstur eftir sex…