Hjörvar með jafntefli við Deyri Cori – Sigur í lokaumferðinn

Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2559) gerði jafntefli við Deyri Cori (2421), stórmeistara kvenna í níundu og næstsíðustu umferð Benasque-mótsins á Spáni. Hjörvar hefur 6,5 vinning og er í 12.-40. sæti. Í lokaumferðinni sem hófst kl 7. í morgun teflir Hjörvar við ástralska alþjóðlega meistarann Justin Tan (2417). Skákin má sjá hér í beinni. Uppfært kl 11:00. Hjörvar…

Gott gengi Hjörvars á Spáni

Stórmeistarinn og Huginsmaðurinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2559) gerði jafntefli við indverska stórmeistarann B. Adhiban (2627) í sjöttu umferð alþjóðlegs skákmóts sem stendur yfir þessa daganna í Benasque á Spáni. Hjörvar hefur byrjað vel á mótinu og er taplaus með fimm vinninga af sex mögulegum og er í 4.-19. sæti. sem stendur. Í sjöundu umferð, sem fram fer í…

Óskar Víkingur – Pistill frá Porto Mannu

Það voru 124 keppendur á Capo D´Orso Open á Sardiníu og fullt af Íslendingum, t.d. Jóhann Hjartarson, Margeir Pétursson, og Friðrik Ólafsson. Það er nú ekkert slæmt að tefla í svoleiðis félagsskap! Þarna voru líka Áskell Kárason, Gunnar Björnsson, Stefán Bergsson, Óskar Long, Loftur Baldvinsson og Hörður Jónasson. Svo voru margir með fjölskyldurnar með og það voru allir…

Hlynur Snær æfingameistari Hugins á Húsavík

Hlynur Snær Viðarsson tryggði sér æfingameistaratitil Hugins á norðursvæði á skákæfingu sem fram fór á Húsavík í gær. Hlynur krækti í tvo vinninga á lokaskákæfingunni sem þá fór fram, en Herman Aðalsteinsson, hans helsti keppninautur í vetur fékk fjóra vinninga, en það dugði ekki til. Smári Sigurðsson varð efstur á æfingu gærkvöldins með fimm vinninga…

Lokaskákæfing á Húsavík í kvöld

Síðasta skákæfing vetrarstarfsins á Húsavík fer fram í Framsýnarsalnum í kvöld kl 20:30.  Veitt verða verðlaun fyrir samanlagðan árangur í vetur og stendur Hlynur Snær Viðarsson best af vígi með 80 vinninga alls.   Hermann Aðalsteinsson kemur honum næstur með 76,5 vinninga. Aðrir félagsmenn geta ekki náð þeim tveimur og stendur því baráttan milli Hlyns…

Héraðsmót HSÞ 2015 fer fram á sumardaginn fyrsta

Á morgun, fimmtudaginn 23. apríl sumardaginn fyrsta, fer héraðsmót HSÞ í skák fram í Framhaldsskólanum á Laugum. Mótið hefst kl 15:00 og tefldar verða skákir með 10 mín umhugsunartíma á mann. Líklega verða tefldar 7. umferðir. Teflt verður í Sigurðarstofu sem er staðsett á þriðju hæð í gamla skóla. Ókeypis er í mótið. Ungir sem aldnir er…