Smári efstur á æfingu

Smári Sigurðsson varð efstur á skákæfingu sem fram fór sl. mánudagskvöld á Húsavík. Smári vann alla sína andstæðinga.     Sigurbjörn Ásmundsson kom næstur með þrjá vinninga, Sighvatur Karlsson fékk tvo vinninga og Viðar Hákonarson fékk einn vinning. Tefld var tvöföld 5 mín umferð.       Næsta skákæfing fer fram mánudagskvöldið 5. október

Huginn Íslandsmeistari í hraðskák eftir sigur á Bolvíkingum

Það voru einbeittir liðsmenn Hugins sem mættu til leiks í dag og unnu öruggan sigur á Bolvíkingum með 52,5 vinningum gegn 19,5 vinningum í úrslitum hraðskákkeppni taflfélaga.   Helgarnir í liði Hugins fóru mikinn og slepptu einungis einum vinningi hvor. Þröstur, Stefán og Magnús Örn voru einnig allir mjög drjúgir. Jóhann Hjartarson stóð upp úr liði…

Huginn lagði TR í æsispennandi viðureign: 36,5 – 35,5

Taflfélag Reykjavíkur og Huginn áttust við gær í hinum vistlegu húsakynnum TR í Faxafeni en um var að ræða 8-liða úrslit í Hraðskákkeppni taflfélaga. Viðureignin var mjög jöfn, spennandi og bráðskemmtileg og þandi taugar áhorfenda engu síður en keppenda. Í hálfleik var staðan 20-16 Hugin í vil. TR-ingar komu sterkir inn í seinni hlutanum, náðu…

Ingvar með jafntefli í lokaumferðunum

Ingvar Þór Jóhannesson (2372) gerði jafntefli við stórmeistarann Oleg Romanishin (2475) frá Úkraínu í lokaumferðinni minningarmótsins um Najdorf í Warsjá í dag. Í gær gerði hann jafntefli við pólska stórmeistarann Kamil Dragun (2586) í áttundu umferð. Ingvar endaði mótið í 31. sæti (24-35) með 5 vinninga og sagðist vera sáttur með árangurinn í stuttu spjalli við…

Ingvar með tvo sigra í röð

Ingvar Þór Jóhannesson vann sigur í sjöttu og sjöundu umferð á Minningarmótinu um Najdorf sem nú stendur yfir í Warsjá í Póllandi. Ingvar er í 31. sæti (18-37) með fjóra vinninga þegar tvær umferðir eu eftir.   Í áttundu umferð teflir Ingvar við stórmeistarann og heimamanninn Kamil Dragun (2586)   Á skákbloggi Ingvars Zibbit Chess má lesa frásögn…

Hjörvar með jafntefli við Deyri Cori – Sigur í lokaumferðinn

Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2559) gerði jafntefli við Deyri Cori (2421), stórmeistara kvenna í níundu og næstsíðustu umferð Benasque-mótsins á Spáni. Hjörvar hefur 6,5 vinning og er í 12.-40. sæti. Í lokaumferðinni sem hófst kl 7. í morgun teflir Hjörvar við ástralska alþjóðlega meistarann Justin Tan (2417). Skákin má sjá hér í beinni. Uppfært kl 11:00. Hjörvar…