Aðalfundur Skákfélagsins Hugins verður haldinn 17. september næstkomandi í stúkusalnum á Breiðabliksvelli klukkan 20:00

Gaman væri að sjá sem flesta félagsmenn og velunnara nú þegar teikn eru á lofti um breytingar á starfseminni. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. (1) Kosinn fundarstjóri og fundarritari. (2) Flutt skýrsla stjórnar. (3) Lagðir fram reikningar félagsins sem ná yfir síðastliðið almanaksár. (4) Umræður um störf stjórnar og afgreiðsla reikninga. (5) Kosning formanns…

Glæsilegri skákhátíð MótX 2019 lokið

Hjörvar Steinn fór með sigur af hólmi í aðal mótinu. Gauti Páll Jónsson vann B-flokkinn og Guðmundur Kjartansson bar sigur úr býtum í hraðskákinni. Skákhátíð MótX lauk á þriðjudaginn síðasta með hraðskákmóti og verðlaunaafhendingu í Björtuloftum Breiðabliksstúku.   Veitt voru verðlaun í ýmsum flokkum og þeir voru margir sem fóru heim með vegleg verðlaun í…

Hjörvar Steinn og Páll Andrason efstir fyrir lokaumferðina á Skákhátíð MótX

Hjörvar Steinn hefur vinnings forskot fyrir lokaumferðina í A-flokknum á Skákhátíð MótX sem tefld verður á þriðjudagskvöldið. Að honum sækja þrír skákmenn, þeir Guðmundur Kjartansson, Jón L Árnason og Bragi Þofinnsson. Lykillinn að atlögu þremmenninganna er að Guðmundi takist að leggja Hjörvar með hvítu mönnunum. Í B-flokknum er Páll Andrason efstur með vinningsforskot. Páll Andra…

Drottning á glapstigum, landgönguliðar á röltinu og hreiðurgerð riddara á Skákhátíð MótX!

Hin óteljandi blæbrigði skáklistarinnar leiftruðu eins og norðurljósin í 5. umferð Skákhátíðar MótX. Vel ígrundaðar hernaðaráætlanir, taktískur sveigjanleiki, dramatískt innsæi og hreinræktuð hugsvik – allt blandaðist þetta saman í sætsúrum kokkteil sem áhorfendur sötruðu sér til ánægju á þessu fagra vetrarkvöldi.   Hjörvar Steinn Grétarsson og Baldur Kristinsson. Hér áttust við Huginskappar tveir, annar margefldur…

SA 100 ára

Við hjá Skákfélaginu Hugin, sendum Skákfélagi Akureyrar og vinum okkar norðan heiða, innilegar hamingjuóskir með aldarafmæli. Megi Skákfélag Akureyrar dafna um ókomin ár og verða áfram einn af hornsteinum íslensks skáklífs!

Hörkuviðureignir í 2. umferð Skákhátíðar MótX

MótX hátíðarhöldunum var fram haldið þriðjudagskvöldið 15. Jan. Mikil skemmtan hlaust af enda glottu berserkir og valkyrjur við tönn, bitu í skjaldarrendur og óttuðust hvorki eld né járn. Í A-flokki áttust eftirtaldir við á efstu borðunum: Halldór Grétar og Hjörvar Steinn Grétarsson Hjörvar Steinn fórnaði peði fyrir mjög réttlætanleg færi. Halldór Grétar gaf peðið fljótt…

Skákhátíð MótX 2019 hafin með glæsibrag!

Skákhátíð MótX 2019 hafin með glæsibrag! Hressir allir á höfnu ári heilsist ykkur köppum vel. Una megið fjarri fári flétta saman hugarþel. Pálmi R. Pétursson Sælir skákmenn og gleðilegt ár! Það er ekki amalegt að hefja árið í björtum sölum Breiðabliksstúku. Þar fer nú fram MótX skákhátíðin 2019, Gestamót Hugins og Skákdeildar Breiðabliks. Hátíðin var…

Vignir Vatnar sigraði á Meistaramóti Hugins – Kristján Eðvarðsson er skákmeistari félagsins

Meistaramótið kláraðist í gærkvöldi. Þar sem 7.umferð til lykta var leidd.   Gauti Páll og Vignir Vatnar mættust í hreinni úrslitaskák um 1.sætið. Og hafði Vignir sigur með svörtu mönnunum sem mynduðu Hollenska vörn sem hélt vatni og vindum í þetta skipti. Gauti Páll tefldi frekar óhefðbundið og fórnaði litlu hvítu peði í byrjuninni. Hann…

Aðfalfundur Skákfélagsins Hugins 2018

Aðalfundur Skákfélagsins Hugins fór fram 25.september síðastliðinn í húsnæði Sensa við Ármúla 31 Reykjavík. Ný stjórn var kjörin. Pálmi R. Pétursson verður áfram formaður félagsins og Hermann Aðalsteinsson varaformaður. Aðrir í stjórn eru Kristján Eðvarðsson, Jón Þorvaldsson, Sigurbjörn Ásmundsson, Jón Eggert Hallsson og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir