Daði og Þröstur sigurvegarar á vel heppnuðu Gestamóti Hugins og Breiðabliks

Þá er vel heppnuðu Nóa Siríus móti 2017 lokið. Alls tóku 72 skákmenn á öllum aldri þátt og hefur mótið aldrei verið sterkara en í ár. A-flokkur Daði Ómarsson og Þröstur Þórhallsson eru sigurvegarar í A-flokki hins firna sterka Nóa-Siríus móts sem lauk á þriðjudagskvöldið í Stúkunni við Kópavogsvöll. Þröstur ætlaði sér greinilega sigur gegn…

Þrír á toppnum á Nóa Síríus mótinu

Það var hart barist í fjórðu umferð Nóa Síríus-mótsins sem fram fór gærkveldi. Þrír eru efstir og jafnir með 3½ vinning. Það eru Guðmundur Kjartansson (2468), Þröstur Þórhallsson (2414) og Daði Ómarsson (2197). Guðmundur vann Magnús Örn Úlfarsson (2375) nokkuð örugglega á efsta borðinu. Þröstur þurfti að hafa verulega fyrir sigrinum gegn Degi Ragnarssyni (2276)…

Leikar æsast á N-S mótinu í kvöld!

Fjórða umferð hins bleksterka Nóa-Siríus móts (Gestamóts Hugins og Skákdeildar Breiðabliks) hefst kl. 19.00 í kvöld. Vænta má magnþrunginnar spennu þegar kapparnir hamast við að velta kóngi hver annars úr sessi með brakandi heilastarfsemi og bellibrögðum í öllum regnbogans litum. Eftirlæti þjóðarinnar, Friðrik Ólafsson keppir við fremstu skákkonu landsins Lenku Ptácníkovu. Þar getur orðið áhugaverð…

Nóa-Síríus mótið – 3. umferð

Þriðja umferð Nóa-Síríus mótsins var tefld í Stúkunni á þriðjudagskvöld 24. janúar. Í upphafi umferðar kvaddi Pálmi Ragnar Pétursson sér hljóðs fyrir hönd mótsstjórnar og bauð Friðrik Ólafsson sérstaklega velkominn til leiks. Pálmi sagði að Friðrik hefði verið með flensu í upphafi móts, en væri nú mættur og það væri fagnaðarefni. Það væri vissulega mikill…

Spennandi umferð á N-S mótinu í kvöld!

Þriðja umferð hins fítonsterka Nóa-Siríus móts (Gestamóts Hugins og Skákdeildar Breiðabliks) hefst kl. 19.00 í kvöld. Lofa má miklum tilþrifum og jafnvel flugeldasýningum á sumum borðum. Helst ber til tíðinda að tveir gamalreyndir en síferskir kappar, Jón Hálfdánarson og Friðrik Ólafsson, stórmeistari, takast á. Jón, sem þótti eitt allra efnilegasta ungstirnið hér á landi í…

Önnur umferð Nóa-Síríus mótsins var tefld í Stúkunni í gærkvöldi

Önnur umferð Nóa-Síríus mótsins var tefld í Stúkunni í gærkvöldi. Teflt var fjörlega í báðum flokkum og ljóst að leikgleðin réð ríkjum. Vel úthugsaðar leikfléttur voru galdraðar fram og lævísar gildrur lagðar fyrir óvarkára. Af A-flokki. Á fyrsta borði, náði hinn ungi meistari, Örn Leó Jóhannsson, jafntefli gegn Jóhanni Hjartarsyni, stigahæsta skákmanni mótsins í spennandi…