Óttar og Lemuel sigruðu á Huginsæfingu

Sigurganga Batel Goitom Haile á Huginsæfingunum var stöðvuð á síðustu æfingu þegar Óttar Örn Bergmann Sigfússon vann eldri flokkinn á æfinguna með fullu húsi 5v af fimm mögulegum. Bróðir Batel hann Lemuel Goitom Haile bætti þetta upp með því að vinna yngri flokkinn með fullu húsi 5v af fimm mögulegum. Lemuel er aðeins fimm ára…

Skák og pakkar í Álfhólsskóla

Jólapakkaskákmóti Hugins var haldið í 21. sinn í Álfhólsskóla þann 16. desember sl. Mótið var nú sem endranær eitt fjölmennasta krakkamót ársins. Þetta er þriðja árið í röð sem mótið fer fram í Álfhólsskóla og þátttakendur voru 125 sem er ágætt miðað við þann stutta undirbúning og kynningu sem var fyrir mótið að þessu sinni.…

Huginn í þriðja sæti á Íslandsmóti unglingasveita

Laugardaginn 8. desember fór fram Íslandsmót Unglingasveita. Mótshaldari var Taflfélag Garðabæjar og teflt var í Garðaskóla og tóku 18 sveitir frá fimm félögum þátt. A-sveit Skáksambands Breiðabliks, Bolungarvíkur og Reykjaness var með talsverða yfirburði á mótinu og vann allar sínar viðureignir og leyfði aðeins tvo jafntefli. Í öðru sæti varð A-sveit Taflfélags Reykjavíkur og A-sveit…