Aðalfundur Hugins

Aðalfundur skákfélagsins Hugins verður haldinn í húsnæði Sensu hf. að Ármúla 31 í Reykjavík, fimmtudagskvöldið 28. september nk. kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. Sjá nánar hér: http://skakhuginn.is/um-gm-helli/samthykktir-gm-hellis/ Á aðalfundinum verður fjallað um eftirfarandi liði: (1) Kosinn fundarstjóri og fundarritari. (2) Flutt skýrsla stjórnar. (3) Lagðir fram reikningar félagsins sem ná yfir síðastliðið…

Hjörvar efstur á Meistaramóti Hugins eftir þriðju umferð

Í þriðju umferð Meistaramóts Hugins sem fram fór sl.mánudagskvöld vann Hjörvar Steinn Grétarsson Björn Þorfinnsson á fyrsta borði og tók þar með forystu í mótinu. Hjörvar stýrði svörtu mönnunum og fórnaði peði í byrjuninni fyrir hraða liðsskipan. Hjörvar virtist betur heima í byrjuninni og fékk betri stöðu út úr henni. Björn fékk svo tækifæri á…

Fátt óvænt í annarri umferð á Meistaramóti Hugins

Flest úrslit voru eftir bókinni í annarri umferð í Meistaramóti Hugins sem fram fór síðasta mánudagskvöld. Sá sem var stigahærri vann að jafnaði þann stiglægri nema í skák þeirra Harðar Jónassonar (1508) og Þórðar Guðmundssonar (1662) þar sem sæst var á skiptan hlut, sem telst samt varla til stórtíðinda. Þótt úrslitin væru eftir bókinni þá…

Skákæfingar Hugins fyrir börn og unglinga hefjast mánudaginn 28. ágúst.

Barna- og unglingaæfingar Skákfélagsins Hugins í Mjóddinni hefjast aftur eftir sumarfrí mánudaginn 28. ágúst 2017. Æfingarnar byrja kl. 17:15 og þeim lýkur yfirleitt rétt fyrir kl. 19. Æfingarnar eru opnar öllum 15 ára og yngri en skipt verður í tvo flokka eftir aldri og styrkleika á flestum æfingum. Engin þátttökugjöld. Æfingarnar verða haldnar í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a, Mjódd. Inngangur…

Fjörug fyrsta umferð í Meistaramóti Hugins

Það var hart barist í fyrstu umferð Meistaramóts Hugins sem hófst í gær og ekkert gefið eftir þótt stigamunur milli keppenda væri nokkur. Nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós strax í fyrstu umferð. Hjálmar Sigurvaldason og Arnar Milutin Heiðarsson gerðu góð jafntefli við stigahærri keppendur. Björn Óli Hauksson vann svo Magnús Magnússon í skemmtilegri skák…

Meistaramót Hugins (suðursvæði) hefst annað kvöld miðvikudaginn 23. ágúst

Meistaramót Hugins (suðursvæði) 2017 hefst miðvikudaginn 23. ágúst klukkan 19:30. Mótið er 7 umferða opið kappskákmót sem lýkur 5. október. Leyft verður að taka 2 yfirsetur í 1.- 6. umferð sem tilkynna þarf um fyrir lok næstu umferðar á undan. Vegleg og fjölbreytt verðlaun eru í boði. Umhugsunartíminn verður 1½ klst. á skákina auk hálfrar mínútu á hvern leik. Mótið er öllum opið og er…