176 þátttakendur á jólapakkaskákmóti Hugins og Breiðabliks

Jólapakkaskákmóti Hugins og Breiðabliks var haldið í 22 sinn í Álfhólsskóla þann 19. desember sl. Mótið var  nú sem áður eitt fjölmennasta barna- og unglingamót ársins. Þetta er fjórða árið í röð sem mótið fer fram í Álfhólsskóla og að þessu sinni tóku 176 þátt. Þótt fjöldinn væri meiri en áður var uppsetningin mótsins auðveld…

Jólapakkamót Hugins 2019

Jólapakkaskákmót Hugins og Skákdeildar Breiðabliks verður haldið laugardaginn 21. desember næstkomandi í Álfhólsskóla (Hjallaskóli Álfhólsvegi 120). Mótið hefst kl. 13 og er ókeypis á mótið. Mótið er ætlað börnum og unglingum og fer nú fram í 22. skipti en það var fyrst haldið fyrir jólin 1996. Síðan hefur það verið haldið nánast á hverju ári…

Óttar vann síðustu æfinguna og tryggði sér sigur í stigakeppninni.

Lokaæfing vetrarins í Huginsheimilinu  var haldin 6. maí sl. Töluverð spenna var í stigakeppni æfinganna en fyrir lokaæfinguna var Rayan Sharifa með eins stigs forskot á Óttar Örn Bergmann Sigfússon en þeir tveir hafa skipst á að verið í forystu allan veturinn. Nokkru á eftir þeim en örugg í þriðja sætinu var Batel Goitom Haile.…

Lokaæfing fyrir börn og unglinga næsta mánudag; Rayan efstur í stigakeppninni og hefur mætt best.

Barna- og unglingaæfingum Hugins í Mjóddinni lýkur næsta mánudag 6. maí. Æfingarnar í vetur verða alls 30 að lokaæfingunni meðtalinni. Engir hafa samt mætt betur í vetur en Rayan Sharifa, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Einar Dagur Brynjarsson, Kiril Alexander Timoshov og Árni Benediktsson. Þeir hafa mætt á flestar allar æfingarnar en einnig reiknast páskaeggjamótið með…

Árni með fullt hús á æfingu.

Á síðustu æfingu sem haldin var 8. apríl sl. tefldu allir saman í einum flokki en æfingin markaðist nokkuð af því að sumir af fastagestum æfinganna voru að tefla á Reykjavíkurskákmótinu á sama tíma. á æfingunni voru tefldar sex umferðir með aðeins styttri umhugsunartíma en vanalega. Árni Benediktsson sigraði örugglega á æfingunni með 6v af…

Árni Ólafsson sigraði á páskaeggjamóti Hugins.

Páskaeggjamót Hugins í Mjódd fór fram í 27. sinn síðast liðinn mánudag 1.apríl. Metþátttaka var á mótinu en það skipuðu 75 þátttakendur. Mest hafði áður verið 68 keppendur á því ágæta ári 2007. Nú eins og þá var teflt á hverju einasta borðshorni í Huginsheimilinu frá salnum og alveg inn í skrifstofu. Vegna fjöldans og…

Páskaeggjamót Hugins 2019 og Reykjavik Open Barnabliz undanrásir

Páskaeggjamót Hugins verður haldið í 27. sinn mánudaginn 1. apríl 2019, og hefst taflið kl. 17, þ.e. nokkru fyrr heldur en venjulegar mánudagsæfingar. Páskaeggjamótið kemur í stað mánudagsæfingar. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur + 3 sekúndur á hvern leik. Mótið er opið öllum krökkum á grunnskólaaldri. Skráningarform er á skak.is og eru…