Vigfús efstur á hraðkvöldi
Vigfús Ó. Vigfússon sigraði á hraðkvöldi Hugins sem fram fór 5. febrúar sl. Vigfús fékk 9,5v í tíu skákum og var það Sigurður Freyr Jónatansson sem náði jafntefli. Sigurður Freyr varð líka örugglega í öðru sæti með 7,5v. Þriðji var svo Árni Ólafsson með 5,5v sem hefðu alveg getað orðið fleiri. Tölvan var biluð á…