Óttar Örn vann eldri flokkinn og Guðjón Ben yngri flokkinn á Huginsæfingu

Óttar Örn Bergmann Sigfússon og Rayan Sharifa voru efstir og jafnir í eldri flokki með 5v af sex mögulegum á æfingu sem haldin var í Mjóddinni þann 20. nóvember sl. Báðir fenguð þeir 4v af fimm út úr skákunum og leystu dæmi æfingarinnar rétt. Óttar tapaði fyrir Einari Degi Brynjarssyni í annarri umferð en vann…

Óskar Víkingur unglingameistari Hugins 2017

Óskar Víkingur Davíðsson sigraði á Unglingameistaramóti Hugins sem lauk í síðustu viku. Óskar Víkingur fékk 6 vinninga í sjö skákum. Fyrst komu fimm sigrar og svo jafntefli í tveimur síðustu umferðunum við Óttar Örn og Baltasar Mána. Óskar Víkingur tefldi af öryggi í mótinu og vann verðskuldaðan sigur og hefði ekki þurft á þessum tveimur…

Tómas atskákmeistari Reykjavíkur og Kristján atskákmeistari Hugins

Tómas Björnsson sigraði á jöfnu og spennandi Atskákmóti Reykjavíkur sem fram fór síðast liðið mánudagskvöld. Tómas tefldi vel og af öryggi á mótinu og fékk 5,5v í sex skákum og varð atskákmeistari Reykjavíkur í fyrsta sinn. Jafnteflið kom í fimmtu umferð gegn Erni Leó Jóhannssyni. Örn Leó var þá búinn að gera jafntefli við Hilmir…

Borgarskákmótið verður haldið mánudaginn 14. ágúst

Borgarskákmótið fer fram mánudaginn 14. ágúst, og hefst það kl. 16:00. Mótið fer fram venju samkvæmt í Ráðhúsi Reykjavíkur og standa  Taflfélag Reykjavíkur og Skákfélagið Huginn, að mótinu, eins og þau hafa gert síðustu ár. Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar taki þátt í því. Skákmenn eru hvattir til að skrá sig…

Meistaramót Hugins (suðursvæði) hefst miðvikudaginn 23. ágúst

Meistaramót Hugins (suðursvæði) 2017 hefst miðvikudaginn 23. ágúst klukkan 19:30. Mótið er 7 umferða opið kappskákmót sem lýkur 2. október. Leyft verður að taka 2 yfirsetur í 1.- 6. umferð sem tilkynna þarf um fyrir lok næstu umferðar á undan. Vegleg og fjölbreytt verðlaun eru í boði. Umhugsunartíminn verður 1½ klst. á skákina auk hálfrar mínútu á hvern leik. Mótið er öllum opið og er…

Lyfjaval í Mjódd sem Hjörvar Steinn Grétarsson tefldi fyrir sigraði á Mjóddarmótinu

Hjörvar Steinn Grétarsson sem tefldi fyrir Lyfjaval í Mjódd sigraði örugglega með fullu húsi 7v af sjö mögulegum á Mjóddarmótinu sem fram fór laugardaginn 1. júlí sl. í göngugötunni í Mjódd Annar var Daði Omarsson með 6v sem tefldi fyrir Gámaþjónustuna. Gámaþjónustan var einnig í öðru sæti í fyrra en þá með annan keppanda við stýrið. Það var meiri…

Mjóddarmótið fer fram laugardaginn 1. júlí

Mjóddarmótið fer fram laugardaginn 1. júlí í göngugötunni í Mjódd.  Mótið hefst kl. 14 og er mótið öllum opið. Góð verðlaun í boði.  Á síðasta ári sigraði Subway í Mjódd en fyrir þá tefldi Dagur Ragnarsson.  Tefldar verða sjö umferðir með umhugsunartímanum 5 mínútur + 2 sekúndur á hvern leik.  Skráning fer fram í síma 866-0116 og á skak.is Þátttaka er ókeypis! Mjóddarmótið var fyrst…

Hraðkvöld mánudaginn 12. júní

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 12. júní nk.  og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7-10 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur + 3 sekúndur eða 5 mínútur + 3 sekúndur á hvern leik. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Hraðkvöldið verður reiknað til hraðskákstiga.   Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær í verðlaun máltíð fyrir…

Vignir Vatnar sigraði á hraðkvöldi

Vignir Vatnar Stefánsson sigraði með fullu húsi á hraðkvöldi Hugins sem haldið var mánudaginn 29. maí sl. Tefldar voru átta umferðir og frá sjónarhóli skákstjórans, sem einnig var að tefla virtist þetta vera nokkuð öruggt hjá Vigni Vatnari. Vinningarnir streymdu í hús hjá honum jafnt og þétt og sigurinn tryggður fyrir síðustu umferð. Hann ætlaði…