Óskar og Rayan efstir á Huginsæfingu

Það var skipt í tvo flokka´eftir aldri og styrkleika á Huginsæfingu þann 4. apríl sl sem var fyrsta æfing eftir páskahlé. Þátttakendur  á æfingunum skiluðu sér ágætlega eftir páskafrí og tefldu fimm umferðir. Í eldri flokknum var þemaskák í 2. og 3. umferð þar sem tekin var fyrir staða úr Petroffs vörn. eftir þemaskákina var smáhlé…

Vignir Vatnar sigraði á páskaeggjamóti Hugins

Páskaeggjamót Hugins í Mjódd fór fram síðastliðinn mánudag 21. mars. Það voru 41 keppendur sem mættu nú til leiks, tefldu 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og var glatt á hjalla allan tímann, þótt nokkurn tíma tæki að hefja mótið vegan tæknilegra vandamála. Úrslitin voru afgerandi í þetta sinn en Vignir Vatnar Stefánsson sigraði örugglega…

Hraðkvöld Hugins mánudaginn 21. mars

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 21. mars nk.  og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verða svo hraðkvöldin fyrsta og síðasta mánudag í hverjum mánuði að því undanskildu þegar mánudag ber upp á stórhátíð eða aðrir viðburðir eru til…

Páskaeggjamót Hugins í Mjóddinni

Páskaeggjamót Hugins verður haldið í 24. sinn mánudaginn 21. mars 2016, og hefst taflið kl. 17, þ.e. nokkru fyrr heldur en venjulegar mánudagsæfingar. Páskaeggjamótið kemur í stað mánudagsæfingar. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Mótið er opið öllum krökkum á grunnskólaaldri. Allir þátttakendur keppa í einum flokki en verðlaun verða veitt í tveimur…

Róbert Luu og Óskar Víkingur unnu sér þátttökurétt í úrslitum Reykjavík Barna Blitz á Huginsæfingu

Annað úrtökumótið fyrir Reykjavík Barna Blitz fór fram á skákæfingu hjá Huginn síðastliðinn mánudag 29. febrúar 2016. Það voru 20 þátttakendur sem kepptu um tvö sæti í úrslitum keppninnar sem fram fara sunnudaginn 13. mars fyrir 7. umferðina á Reykjavíkurskákmótinu.  Róbert Luu tók snemma forystu í mótinu og lét hana aldrei af hendi og vann…

Undanrásir fyrir Reykjavík Barna-Blitz mánudaginn 29. febrúar

Á næstu Huginsæfingu mánudaginn 29. febrúar verður forkeppni fyrir Reykjavik Barna-Blitz og gefa tvö efstu sætin þátttökurétt í úrslitum sem fram fara í Hörpu laugardaginn 12. mars samhliða Reykjavíkurskákmótinu. Flokkaskipting á æfingunni mun því miðast við það, þannig að þau sem eru fædd 2003 og síðar og eiga þar með þátttökurétt í barnablitzinu tefla saman…