Atkvöld mánudaginn 29. febrúar

Atkvöld verður hjá Huginn mánudaginn 29. febrúar 2016 og hefst mótið kl. 20:00. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi skákkvöld ber upp á hlaupársdag síðan þau hófust og næst gefst ekki tækifæri til að tefla þegar hlaupársdag ber upp á mánudag fyrr 29. febrúar 2044. Fyrir einhverja er því nú eða aldrei. Fyrst eru…

Dawid og Adam sigruðu á Huginsæfingu

Dawid Kolka sigraði í eldri flokki á æfingu sem haldin var 1. febrúar sl. með 4,5v af fimm mögulegum. Það var Heimir Páll Ragnarsson sem náði í jafnteflið. Annar var Óskar Víkingur Davíðsson með 4v og þriðji var Heimir Páll Ragnarsson með 3,5v. Í yngri flokki var Adam Omarsson efstur með 5,5v af sex mögulegum. Annar…

Örn Leó efstur á hraðkvöldi

Örn Leó Jóhannsson hefur verið óstöðvandi á skákkvöldum Hugins eftir áramót og sigrað á þeim öllum. Það varð engin breyting á síðasta hraðkvöldi sem fram fór í gær 1. febrúar. Örn Leó fékk að vísu ekki fullt hús því Jón Olav Fivelstad sá fyrir því með jafntefli þeirra á milli snemma kvölds. Aðrir máttu láta…

Hraðkvöld Hugins mánudaginn 1. febrúar

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 1. febrúar nk.  og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verða svo hraðkvöldin fyrsta og síðasta mánudag í hverjum mánuði að því undanskildu þegar mánudag ber upp á stórhátíð eða aðrir viðburðir eru til…