Mjóddarmótið fer fram laugardaginn 13. júní

Mjóddarmótið fer fram laugardaginn 13. júní í göngugötunni í Mjódd.  Mótið hefst kl. 14 og er mótið öllum opið. Góð verðlaun í boði.  Á síðasta ári sigraði Frú Sigurlaug en fyrir hana tefldi Einar Hjali Jensson.  Tefldar verða sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma.  Skráning fer fram í síma 866-0116 og á skak.is Þátttaka er ókeypis! Mjóddarmótið var fyrst haldið 1999 og hét þá Kosningamót Hellis…

Óskar efstur á lokaæfingunni og í stigakeppni vetrarins.

Síðasta barna- og unglingaæfing  Hugins  fyrir sumarhlé var haldin 18. maí sl. Úrslitin í stigakeppni æfinganna var þá þegar ráðin. Óskar Víkingur Davíðsson var með fimm stiga forskot á Heimir Pál Ragnarsson sem ljóst var að ekki yrði brúað á þessari æfingu þar sem æfingin gaf mest 3 stig. Óskar tók forystuna strax í upphafi og…

Hraðkvöld Hugins í Mjóddinni mánudaginn 1. júní.

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 1. júní nk.  og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Þettta er síðasta hraðkvöld á vormisseri en þau hefjast að nýju í haust. Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær í verðlaun máltíð fyrir einn á Saffran eða…

Óskar og Alexander efstir á æfingu 4. maí

Óskar Víkingur Davíðsson sigraði í eldri flokki á Huginsæfingu sem haldin var 4. maí sl. Óskar fékk 4v i 5 skákum og það var Stefán Orri bróðir hans sem lagði Óskar að velli.  Annar varð Dawid Kolka með 3,5v. Næstir komu svo Heimir Páll Ragnarsson, Alec Elías Sigurðarson og Atli Mar Baldurson með 3v en Heimir Páll var þeirra hæstur…

Atkvöld hjá Huginn mánudaginn 4. maí

Mánudaginn  4. maí 2015 verður atkvöld hjá Skákfélaginu Huginn í Mjóddinni og hefst mótið kl. 20:00. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir, með fimmtán mínútna umhugsun. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Sigurvegarinn á atkvöldinu fær í verðlaun máltíð…

Kristófer efstur á hraðkvöldi Hugins

Kristófer Ómarsson og Elsa María Kristínardóttir voru efst og jöfn með 7v á hraðkvöldi Hugins í Mjóddinni sem haldið var 27. apríl sl. Kristófer hafði betur í stigaútreikningnum og sigraði því í annað skiptið í röð. Elsa María var því í  öðru sæti og þriðji var Vigfús Vigfússon með 6,5v.   Kristófer dró í happdrættinu og í þetta sinn kom…

Hraðkvöld Hugins í Mjóddinni mánudaginn 27. apríl

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 27. apríl nk.  og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verða svo hraðkvöldin fyrsta og síðasta mánudag í hverjum mánuði að því undanskildu þegar mánudag ber upp á stórhátíð. Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær…