Atkvöld hjá Huginn mánudaginn 2. mars.

Mánudaginn  2. mars 2015 verður atkvöld hjá Skákfélaginu Huginn í Mjóddinni og hefst mótið kl. 20:00. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir, með fimmtán mínútna umhugsun. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Sigurvegarinn á atkvöldinu fær í verðlaun máltíð…

Norðurlandameistarinn og fararstjórinn efstir á hraðkvöldi Hugins

  Dagur Ragnarsson og Gunnar Björnsson létu ekki deigan síga eftir Norðurlandamótið í skólaskák og skelltu sér á hraðkvöld Hugins sl. mánudagskvöld og luku því báðir með 6,5v í sjö skákum. Þeir voru einnig jafnir að stigum og gerðu jafntefli í innbyrðis viðureigninni svo ekki var skilið á milli þeirra. Þeir fara kannski bara saman…

Hraðkvöld Hugins í Mjóddinni mánudaginn 23. febrúar

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 23. febrúar nk.  og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verða svo hraðkvöldin fyrsta og síðasta mánudaga í hverjum mánuði að því undanskildu þegar mánudag ber upp á stórhátíð. Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær…

Heimir Páll sigraði á æfingu hjá Huginn

Heimir Páll Ragnarsson, Dawid Kolka og Halldór Atli Kristjánsson fengu allir 4v af 5 mögulegum á æfingu 9. febrúar sl. Þeir tefldu því aukamót um gull, silfur og brons verðlaunin.  Þar var Heimir Páll í 1. sæti, Dawid í öðru sæti og Halldór Atli í því þriðja. Í æfingunni tóku þátt: Heimir Páll Ragnarsson, Dawid Kolka, Halldór Atli Kristjánsson,…

Heimir Páll og Birgir Logi efstir á æfingu hjá Huginn

Heimir Páll Ragnarsson sigraði með fullu húsi í eldri flokki á Huginsæfingu  í Mjóddinni þann 2. febrúar sl. Tefldr voru fimm skákir svo Heimir Páll vann þær allar. Annar varð Alec Elías Sigurðsson með 4v. Síðan komu þrír janir með 3v 3n það voru Aron Þór Mai, Óskar Víkningur Davíðsson og Alexander Oliver Mai. Eftir stigaútreiking fékk Aron Þór…

Hraðkvöld Hugins í Mjóddinni mánudaginn 2. febrúar

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 2. janúar nk. og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verða svo hraðkvöldin fyrsta og síðasta mánudaga í hverjum mánuði að því undanskildu þegar mánudag ber upp á stórhátíð. Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær í…