Dawid og Baltasar efstir á Huginsæfingu

Dawid Kolka sigraði með 4v í fimm skákum í eldri flokki á Huginsæfingu  í Mjóddinni þann 26. janúar sl. Dawid mátt lúta í lægra haldi fyrir Óskari í annarri umferð en tryggði sér sigurinn í sviftingasamri lokaumferð. Næstir komu Heimir Páll Ragnarsson og Óskar Víkingur Davíðsson með 3,5v og þurfti tvöfaldan stigaútreikning til að fá þau úrslit…

Elsa María sigraði á hraðkvöldi Hugins á skákdaginn

Elsa María Kristínardóttir sigraði á hraðkvöldi Hugins sem haldið var á skákdaginn 26. janúar sl. Elsa María fékk 6,5v í sjö skákum og jafnteflið var við Örn Leó Jóhannsson sem varð þriðji á hraðkvöldinu. Elsa María lagði grunninn að sigrinum með því að vinna Vigfús Ó. Vigfússon í lokaumferðinn sem féll við það niður í annað…

Hraðkvöld Hugins í Mjóddinni mánudaginn 26. janúar.

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 26. janúar nk. eða á sjálfan skákdaginn og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verða svo hraðkvöldin fyrsta og síðasta mánudaga í hverjum mánuði að því undanskildu þegar mánudag ber upp á stórhátíð.…

Heimir Páll og Ísak Orri efstir á Hugins æfingu

Heimir Páll Ragnarsson, Alec Elías Sigurðarson og Óskar Víkingur Davíðsson enduðu allir með 5v í eldri flokki á síðustu Huginsæfingu í Mjóddinni. Tefldar voru 5 skákir  og fengu þeir allir 4v út úr skákunum og svo aukavinning fyrir að leysa þraut dagsins á æfingunni. Til að raða þeim í sæti þurfti að grípa til stigaútreiknings og þar…

Fréttir af barna- og unglingastarfi Hugins í Mjóddinni

Skákfélagið Huginn er með barna- og unglingaæfingar í Mjóddinni á mánudögum og miðvikudögum. Á mánudögum er almenn æfing fyrir grunnskólakrakka en á miðvikudögum eru sérstakar stelpuæfingar. Félagið er einnig í samstarfi við Skákdeild Breiðabliks sem er með kennslu á þriðjudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum í Stúkunni á Kópavogsvelli. Svo hafa einnig verið séræfingar fyrir félagsmenn í Mjóddinni á miðvikudögum og laugardögum. Einar…

Atkvöld í Mjóddinni hjá Huginn mánudaginn 5. janúar

Fyrsta skákkvöld í Mjóddinni hjá Skákfélaginu Huginn verður atkvöld mánudaginn  5. janúar 2014. og hefst mótið kl. 20:00. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir, með fimmtán mínútna umhugsun. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Sigurvegarinn á atkvöldinu fær í verðlaun…

Hilmir Freyr að tafli á Øbro Nytår

Hilmir Freyr Heimisson teflir á  Øbro Nytår um þessar mundir. Mótið stendur frá 27. -30. desember og eru tefldar 7 umferðir. Himir Freyr tapaði í fyrstu umferð fyrir Fide meistara með 2255 stig en vann eitthvað veikari andstæðing í annarri umferð. Engar upplýsingar eru um mótið á heimsíðu mótsins: http://oebroskak.dk/?p=5794 en þriðja umferð er á morgun…

Rúmlega 160 þátttakendur á jólapakkamóti Hugins

Hið árlega Jólapakkamót Hugins fór fram í sautjánda sinn laugardaginn 20. desember sl. Alls tóku ríflega 160 krakkar þátt og skemmtu sér hið besta. Þórgnýr Thoroddsen, formaður ÍTR, setti mótið, rakti sögu Jólapakkamótsins, sem hann hafði greinilega kynnt sér vel, og þakkaði öflugt skákstarf í höfuðborginni. Af því loknu lék hann fyrsta leikinn fyrir hönd…