nóv
22
Fös
Meistaramót Hugins/Framsýnarmótið 2019 á Húsavík @ Framsýn
nóv 22 @ 20:00 – nóv 24 @ 14:00

Meistaramót Hugins 2019 verður haldið á Húsavík helgina 22-24. nóvember nk. Meistaramót Hugins verður núna haldið í fyrsta sinn á Húsavík og verður það sameinað Framsýnarmótinu. Mótið fer fram í Framsýnarsalnum að Garðarsbraut 26 á Húsavík.

Mótið er helgarmóti og tefldar verða fjórar umferðir með 25 mín umhugsunartíma á mann og síðan þrjár umferðir með 90mín +30/sek á leik.

Mótið verður opið öllum áhugasömum en aðeins félagsmaður í Huginn getur orðið skákmeistari Hugins 2019. Stefnt er að því að vera með vegleg verðlaun fyrir efstu sætin í mótinu.

Allar nánari upplýsingar um mótið verða birtar þegar þær liggja fyrir.

Dagskrá (áætlun)

  1. umferð 22. nóv kl. 20:00
  2. umferð 22. nóv kl. 21:00
  3. umferð 22. nóv kl. 22:00
  4. umferð 22. nóv kl. 23:00
  5. umferð 23. nóv kl. 11:00 (kappskák)
  6. umferð 23. nóv kl. 17:00 (kappskák)
  7. umferð 24. nóv kl. 10:00 (kappskák)