Skákþing Norðlendinga fer fram kl 13:00 á sunnudag á netinu – Æfingamót á fimmtudagskvöldið

Ákveðið hefur verið að Skákþing Norðlendinga 2020 fari fram á netinu (tornelo.com) sunnudaginn 13. desember kl 13:00. Öllum áhugasömum verður heimil þátttaka í mótinu en aðeins keppendur með lögheimili á Norðurlandi geta unnið til verðlauna. Ókeypis verður í mótið. Stefnt að því að tefla 9 umferðir með umhugsunartímanum 8-2. á mann, en endanlegur fjöldi umferða…

Skákþing Norðlendinga fer fram 13. des í Framsýn eða á Tornelo

Ákveðið hefur verið að Skákþing Norðlendinga 2020 fari fram í Framsýnarsalnum á Húsavík sunnudaginn 13. desember, fari svo að samkomutakmarkanir verði rýmkaðar á landsbyggðinni í næstu viku. Verði samkomutakmarknir óbreyttar fer mótið fram á netinu (tornelo.com) sama dag. Í báðum tilfellum er um að ræða eins dags mót og fari það fram í Framsýnarsalnum verður…

BRIM/Framsýnarmót og Skákþing Norðlendinga áætlað 20 til 22 nóvember á Húsavík

Áætlað er að halda BRIM/Framsýnar og Skákþing Norðlendinga helgina 20 til 22 nóvember á Húsavík. Sú áætlun getur þó tekið breytingum vegna Covid-19 og fyrirkomulag mótsins getur breyst því taka þarf mið af  gildandi sóttvarnareglum hverju sinni. Það er tæpur mánuður til stefnu og vonandi verða skárra ástand í þjóðfélaginu þá en er núna. Fyrirkomulag mótsins…

Aðalfundur Skákfélagsins Hugins verður haldinn 5. nóvember

Ágætu meðlimir Skákfélagsins Huginn. Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 5. nóvember næstkomandi, kl. 19:30. Í ljósi aðstæðna vegna Covid verður fundurinn haldinn á Zoom ( https://us04web.zoom.us/j/75926089320?pwd=OUlvVTZWbEQxbFJyaXJNZWtXc0tCZz09, Meeting ID: 759 2608 9320, Passcode: Y4zMLT). Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf Fundarstjóri og fundarritar kosin Skýrsla stjórnar Reikningar fyrir 2019 lagðir fram Umræður um störf stjórnar og afgreiðsla reiknings Kosning…

Skákþing Norðlendinga sameinað áður auglýstu Framsýnar/BRIM móti

Eins og áður hefur komið fram verður Framsýnarmótið 2020, sem er hluti af BRIM-mótaröðinni, haldið á Húsavík 23. til 25. október. Nú hefur verið ákveðið að sameina Skákþing Norðlendinga áður nefndu Framsýnar/BRIM móti og verður mótið því þrefalt. Sama gildir um Hraðskákmótið sem fram fer á sunnudeginum. Það verður líka Hraðskákmót Norðlendinga 2020. Til verðlauna…

BRIM mótaröðin Framsýnarmótið 2020

Framsýnarmótið 2020 fer fram helgina 23 til 25. okóber í Framsýnarsalnum á Húsavík. Mótið er hluti af BRIM-mótaröðinni. Fyrirkomulag mótsins Föstudagurinn 23. október klukkan 19:30 1.-4 umferð. Atskákir með tímamörkunum 15+5 Laugardagurinn 24. október klukkan 11: 5. umferð, kappskák með tímamörkunum 90+30 Laugardagurinn 24. október klukkan 17: 6. umferð, kappskák með tímamörkunum 90+30 Sunnudagurinn 25. október…