Jakob Sævar er Skákmeistari Goðans 2021

Jakob Sævar Sigurðsson varð Skákmeistari Goðans 2021 þegar hann lagði Karl Steingrímsson í lokaumferð Skákþingsins sem var tefld í dag. Jakob fékk 5,5 vinninga í mótinu. Smári Sigurðsson varð í öðru sæti með 5 vinninga ásamt Hjörleifi Halldórssyni og meistari síðustu tveggja ára, Rúnar Ísleifsson, varð í þriðja sæti með 4 vinninga ásamt Karli Steingrímssyni.…

Jakob Sævar efstur á Skákþingi Goðans fyrir lokaumferðina

Jakob Sævar Sigurðsson er efstur með 4,5 vinninga á Skákþingi Goðans þegar 1 umferð er eftir. Jakob gerði jafntefli við Smára Sigurðsson í 5. umferð og vann Hannibal Guðmundsson í 6. umferð en báðar þessar umferðir voru tefldar í gær. Smári Sigurðsson, Hjörleifur Halldórsson og Karl Steingrímsson eru í næstu sætum með 4 vinninga. Staðan…

Smári, Jakob og Hjörleifur efstir á Skákþingi Goðans

Smári Sigurðsson, Jakob Sævar Sigurðsson og Hjörleifur Halldórsson eru efstir með 3 vinninga þegar 4 umferðir hafa verið tefldar á Skákþingi Goðans sem nú stendur yfir á Húsavík. Óvænt úrslit litu dagsins ljós í fyrstu umferð. Hannibal Guðmundsson sem er að taka þátt í sínu fyrsta reiknaða skákmóti, vann Karl Steingrímsson í fyrstu umferð og…

Skákþing Goðans hefst á morgun

Skákþing Goðans 2021 verður haldið í Framsýnarsalnum á Húsavík núna um helgina 26-28 febrúar. Mótið verður samblanda af atskákum og kappskákum,með 4 atskákum sem tefldar verða á föstdudagskvöldinu en kappskákirnr þrjár verða tefldar á laugardegi og sunnudegi . Dagskrá: 1. umferð kl 19:00 föstudaginn 26. febrúar (15 mín + 2 sek/leik) 2. umferð kl 19:45 …

Skákþing Goðans fer fram 26-28 febrúar á Húsavík

Skákþing Goðans 2021 verður haldið í Framsýnarsalnum á Húsavík helgina 26-28 febrúar nk. að því gefnu að samkomutakmarkanir verði ekki hertar frá því sem nú er. Mótið verður samblanda af atskákum og kappskákum,með 4 atskákum sem tefldar verða á föstdudagskvöldinu en kappskákirnr þrjár verða tefldar á laugardegi og sunnudegi . Dagskrá: 1. umferð kl 19:00…

Skákþing Norðlendinga fer fram kl 13:00 á sunnudag á netinu – Æfingamót á fimmtudagskvöldið

Ákveðið hefur verið að Skákþing Norðlendinga 2020 fari fram á netinu (tornelo.com) sunnudaginn 13. desember kl 13:00. Öllum áhugasömum verður heimil þátttaka í mótinu en aðeins keppendur með lögheimili á Norðurlandi geta unnið til verðlauna. Ókeypis verður í mótið. Stefnt að því að tefla 9 umferðir með umhugsunartímanum 8-2. á mann, en endanlegur fjöldi umferða…

Skákþing Norðlendinga fer fram 13. des í Framsýn eða á Tornelo

Ákveðið hefur verið að Skákþing Norðlendinga 2020 fari fram í Framsýnarsalnum á Húsavík sunnudaginn 13. desember, fari svo að samkomutakmarkanir verði rýmkaðar á landsbyggðinni í næstu viku. Verði samkomutakmarknir óbreyttar fer mótið fram á netinu (tornelo.com) sama dag. Í báðum tilfellum er um að ræða eins dags mót og fari það fram í Framsýnarsalnum verður…