Aðalfundur Hugins

Aðalfundur skákfélagsins Hugins verður haldinn í húsnæði Sensu hf. að Ármúla 31 í Reykjavík, fimmtudagskvöldið 28. september nk. kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. Sjá nánar hér: http://skakhuginn.is/um-gm-helli/samthykktir-gm-hellis/ Á aðalfundinum verður fjallað um eftirfarandi liði: (1) Kosinn fundarstjóri og fundarritari. (2) Flutt skýrsla stjórnar. (3) Lagðir fram reikningar félagsins sem ná yfir síðastliðið…

Smári efstur á æfingu

Það var vel mætt á aðra skákæfingu vetrarins sem fram fór sl. mánudagskvöld á Húsavik. Alls mættu 11 skákmenn til leiks og tefldar voru 6 umferðir eftir monrad-kerfi með 10 mín umhugusunartíma á mann. Þegar upp var staðið varð Smári Sigurðsson efstu með 5,5 vinninga, Rúnar Ísleifsson varð annar með 5 vinninga og Hermann Aðalsteinsson…

Alexander Már og Sigurður Sveinn efstir á Huginsæfingu

Á barna- og unglingaæfingu þann 11. september síðastliðinn kom Alexander Már Bjarnþórsson sterkur til leiks og sigraði í eldri flokk með 4 vinninga af fimm. Óttar Örn Bergmann Sigfússon og Einar Dagur Brynjarsson komu í kjölfar hans með 3 og hálfan vinning. Óttar Örn hafði betur eftir stigaútreikning og hreppti því annað sætið og Einar Dagur…

Sigurður Daði sigraði stórmeistarann

FIDE-meistarinn Sigurður Daði Sigfússon (2228) er efstur á Meistaramóti Hugins með 3½ vinning eftir fjórðu umferð mótsins í gærkvöldi. Hann vann stórmeistarann Hjörvar Stein Grétarsson (2567) í lengstu skák umferðinnar eftir að sá síðarnefndi hafði leikið klaufalega af sér manni. Hjörvar er í 2.-6. sæti með 3 vinninga ásamt Vigni Vatnari Stefánssyni (2312), Björgvini Víglundssyni…

Æfinga og mótaáætlun 2017-18

Búið er að setja saman æfingaáætlun fyrir veturinn og mótaáætlun fram að áramótum. Helsta breytingin frá fyrri árum er að skákæfingum fækkar og verða þær annað hvert mánudagskvöld í vetur. Æfingarnar verða í Framsýnarsalnum. Það verða þó haldnar skákæfingar af og til á Vöglum í Fnjóskadal og verða þær á kvöldum sem ekki er æfing…

Smári efstur á fyrstu skákæfingu vetrarins

Fyrsta skákæfing vetrarstarfsins í Þingeyjarsýslu var haldin á Húsavík mánudagskvöldið 4. september. Góð mæting var á æfinguna en 9 skákmenn mættu til leiks og því voru tefldar 5 umferðir eftir monrad-kerfi með 10 mín umhugsunartíma á mann. Þrír skákmenn sem starfa við byggingu Kísilverksmiðju PCC á Bakka mættu á æfinguna og líklegt er að fleiri…