Huginn hraðskákmeistari taflfélaga

Úrslit Íslandsmóts skákfélaga í hraðskák sl. laugardag. Skákfélagið Huginn varði Íslandsmeistaratitil sinn með því að sigra Taflfélag Reykjavíkur í hörkuskemmtilegri viðureign með 39 vinningum gegn 33. Lokatalan segir ekki alla söguna um baráttuna því að Huginn sigraði í 6 umferðum, TR í 5 og aðeins einni umferð lauk með jafntefli. Flesta vinninga Huginsmanna hlutu Hjörvar…

Hraðskákkeppni taflfélaga: Dregið í undanúrslit

Í gær var dregið í undanúrslit í Hraðskákkeppni taflfélaga. Undanúrslit skulu fara fram sunnudaginn, 18. september. Úrslit 2. umferðar Huginn b – Skákgengið 56 – 16 SA – TR unglingasveit 39.5 – 32.5 SSON – Huginn a 6,5 – 65,5 TR – TG 52½-19½ Dregið var í undanúrslit hraðskákkeppni taflfélaga í gærkvöldi og þar mætast: Huginn a – SA…

Huginn b-sveit lagði Skákgengið

Skákgengið og Huginn-b áttust við í Skáksambandinu í gærkvöldi í 8-liða úrslitum hraðskákkeppni taflfélaga. Huginsmenn mættu til leik skipaðir reyndum skákmönnum á efri borðunum en neðri borðin voru setin af yngri kynslóðinni. Huginn tók snemma forystuna og jók hana jafnt og þétt þegar á leið. Staðan í hálfleik var 26-10 Huginsmönnum í vil. Viðureigninni lauk…

Huginn A-sveit bar sigurorð af sveit Selfyssinga

Mikill styrkleikamunur var á sveitunum og snemma ljóst í hvað stefndi. Þrír voru atkvæðamestir í sveit Hugins með fullt hús vinninga þeir Hannes Hlífar Stefánsson, Einar Hjalti Jensson og Ingvar Þór Jóhannesson. Nökkvi Sverrisson var atkvæðamestur Selfyssinga með 3,5 vinning af 12. Hannes Einar Ingvar Þorsteinn Pálmi Baldur Nökkvi Sverris 0 0 0 0 0…

Hraðskákkeppnin: Sannfærandi sigur Hugins-b gegn Kvennalandsliðinu

Kvennalandsliðið mætti b-sveit Hugins í síðustu viðureign fyrstu umferðar Hraðskákkeppni taflfélaga í gærkvöldi. Huginsmenn hafa yfir að skipa mjög þéttu og jöfnu liði, skipað reynslumiklum hraðskákmönnum, og það gerði gæfumuninn að þessu sinni. Lokatölur urðu 14-58, Huginsmönnum í vil.   Einstaklingsúrslit Hugins-b: Kristján Eðvarsson 11/12 Baldur Kristinsson 10,5/12 Bragi Halldórsson 9,5/12 Sigurður Daði Sigfússon 8,5/12…

Öruggur sigur SA gegn Fjölni

Hraðskákkeppni taflfélaga er nýfarin af stað og margar viðureignir í þessari viku. Í gærkveldi mættust Fjölnir og SA. Þetta er í þriðja sinn á síðustu fjórum árum sem þessi tvö félög mætast í keppninni. Mikill vinarbragur er meðal liðsmanna enda margir helstu skákmenn beggja félaga teflt saman í unglingalandsliðum Íslands undanfarin ár. Þá hafa tveir…