Ólympíumótið: Hjörvar á fljúgandi siglingu – Kvennasveitin stígur ölduna

Liðið í opnum flokki vann góðan 3 – 1 sigur á liði Skotlands í dag. Kvennasveitin tapaði hins vegar fyrir sterku liði Tékka — Hallgerður Helga gerði jafntefli við  WIM Karolínu Olsarova (2237) en stöllur hennar töpuðu allar sínum viðureignum. Kvennaliðið hefur siglt ólgusjó fram til þessa , ýmist unnið nokkuð örugglega eða tapað. Sé tekið…

Ólympíumótið: Tvöfaldur sigur og Nakamura gerði jafntefli við mann frá Kanada

Það skiptast á skin og skúrir á Ólympíumótinu í Noregi. Íslensku liðin unnu bæði sigra í dag, liðið í opnum flokki gegn sjónskertum og kvennaliðið gegn Bangladess. Árangur Huginsmanna í 5. umferð var góður, 70% vinningshlutfall og margar fínar skákir litu dagsins ljós; lesendur geta glöggvað sig á þeim hér neðar. Íslensku sveitirnar eru báðar…

Fullt hús á Ólympíumótinu

Ólympíumótið í skák hófst í dag í borginni Tromsö í Noregi. Smávægileg töf varð á upphafi fyrstu umferðar vegna öryggisráðstafana, en allir keppendur þurfa að ganga í gegnum vopnaleitarhlið, sem tekur sinn tíma enda mótið risavaxið í alla staði. Hliðið leitar einnig að raftækjum, en stranglega bannað er að hafa slíkt inni í skáksalnum. Í framhaldinu…

Ólympíufarinn Gunnar Björnsson

Í dag eru aðeins tveir dagar þar til Ólympíuhátíðin hefst. Í dag er Gunnar Björnsson, fararstjóri hópins og fulltrúi á FIDE-þinginu, kynntur til leiks. Nafn Gunnar Björnsson Taflfélag Skákfélagið Huginn Staða  Fararstjóri, FIDE-fulltrúi og blaðamaður Hvenær tókstu fyrst þátt á Ólympíuskákmót og hversu oft hefur þú tekið þátt? Fór sem liðsstjóri 2004 á Mallorca á…

Ólympíufarinn Lenka Ptácníková

Nú er aðeins þrír dagar í setningu Ólympíuskákmótsins. Í dag kynnum við til sögunnar Lenku Ptácniková sem teflir á fyrsta borði í kvennaliðinu. Nafn Lenka Ptácníková Taflfélag Huginn Staða Fyrsta borð í kvennaliðinu Hvenær tókstu fyrst þátt á Ólympíuskákmót og hversu oft hefur þú tekið þátt? Í fyrsta sinn 1994 og öllum eftir það! Minnisstæðasta…

Ólympíufarinn: Elsa María Kristínardóttir

Skák.is heldur áfram með kynningar á Ólympíuförunum. Í dag er kynnt til sögunnar Elsu Maríu Kristínardóttur félagsmaður Hugins, sem er varamaður í kvennaliðinu. Nafn Elsa María Kristínardóttir Taflfélag Huginn Staða Varamaður Hvenær tókstu fyrst þátt á Ólympíuskákmót og hversu oft hefur þú tekið þátt? Tók fyrst þátt 2008, 2012 og svo núna 🙂 Minnisstæðasta skák á…

Ólympífarinn Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir

Í dag er kynnt til leiks á skákhuginn.is, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, sem teflir á öðru borði í kvennaliðinu á Ólympíuskákmótinu sem hefst í ágústbyrjun. Nafn Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir Taflfélag Huginn Staða 2. borð í kvennalandsliðinu Hvenær tókstu fyrst þátt á Ólympíuskákmót og hversu oft hefur þú tekið þátt? Ég tók fyrst þátt á Ólympíumótinu í Dresden…