Smári efstur á æfingu

Það var vel mætt á aðra skákæfingu vetrarins sem fram fór sl. mánudagskvöld á Húsavik. Alls mættu 11 skákmenn til leiks og tefldar voru 6 umferðir eftir monrad-kerfi með 10 mín umhugusunartíma á mann. Þegar upp var staðið varð Smári Sigurðsson efstu með 5,5 vinninga, Rúnar Ísleifsson varð annar með 5 vinninga og Hermann Aðalsteinsson…

Æfinga og mótaáætlun 2017-18

Búið er að setja saman æfingaáætlun fyrir veturinn og mótaáætlun fram að áramótum. Helsta breytingin frá fyrri árum er að skákæfingum fækkar og verða þær annað hvert mánudagskvöld í vetur. Æfingarnar verða í Framsýnarsalnum. Það verða þó haldnar skákæfingar af og til á Vöglum í Fnjóskadal og verða þær á kvöldum sem ekki er æfing…

Smári efstur á fyrstu skákæfingu vetrarins

Fyrsta skákæfing vetrarstarfsins í Þingeyjarsýslu var haldin á Húsavík mánudagskvöldið 4. september. Góð mæting var á æfinguna en 9 skákmenn mættu til leiks og því voru tefldar 5 umferðir eftir monrad-kerfi með 10 mín umhugsunartíma á mann. Þrír skákmenn sem starfa við byggingu Kísilverksmiðju PCC á Bakka mættu á æfinguna og líklegt er að fleiri…

Arnar og Fannar Kjördæmismeistarar Norðurlands Eystra í skák

Kjördæmismót Norðurlands-Eystra í skólaskák fór fram í Seiglu á Laugum í gær. Sex keppendur mættu til leiks í eldri flokki og stóð Arnar Smári Signýjarson uppi sem sigurvegari með fullt hús vinninga, 5 alls. Ari Ingólfsson varð í öðru sæti 4 vinninga og Björn Gunnar Jónsson varð í þriðja sæti með 3. vinninga. Arnar og…

Kristján Davíð og Kristján Ingi sýslumeistarar í skólaskák 2017

Kristján Davíð Björnsson úr Stórutjarnaskóla og Kristján Ingi Smárason úr Borgarhólsskóla urðu sýslumeistarar í skólaskák í dag, en sýslumótið fór fram á Laugum.   Kristján Davíð vann alla sína andstæðinga í eldri flokki og endaði með 4 vinninga í 1. sæti. Snorri Már Vagnsson varð í 2. sæti með 3 vinninga og Ari Ingólfsson varð…

Sigurður Daníelsson er Janúarmótsmeistari Hugins 2017

Sigurður Daníelsson er Janúarmótsmeistari Hugins 2017 eftir að hafa unnið Rúnar Ísleifsson í úrslitakeppni Janúarmótsins sem fór fram 11. febrúar. Sigurður og Rúnar tefldu tvær einvígisskákir um fyrsta sætið á mótinu og hafði Sigurður betur í þeim báðum. Tómas Veigar Sigurðarson, sem vann Hermann Aðalsteinsson 2-0, varð í 3. sæti. Smári Sigurðsson og Hjörleifur Halldórsson tefldu um…

Smári efstur á æfingu – Úrslitakeppni Janúarmótsins á laugardag

Smári Sigurðsson varð efstur á fyrstu skákæfingu ársins 2017 sem fram fór sl. mánudag, en skákæfingar hafa ekki farið fram vegna Janúarmótsins sem er ný lokið. Smári fékk 6,5 vinninga af 7 mögulegum á æfingunni, Rúnar Ísleifsson og Hermann Aðalsteinsson komu næstir með 5 vinninga hvor. Sjá má öll úrslit af skákæfingum vetrarins í dálki…