Lyfjaval í Mjódd sem Hjörvar Steinn Grétarsson tefldi fyrir sigraði á Mjóddarmótinu

Hjörvar Steinn Grétarsson sem tefldi fyrir Lyfjaval í Mjódd sigraði örugglega með fullu húsi 7v af sjö mögulegum á Mjóddarmótinu sem fram fór laugardaginn 1. júlí sl. í göngugötunni í Mjódd Annar var Daði Omarsson með 6v sem tefldi fyrir Gámaþjónustuna. Gámaþjónustan var einnig í öðru sæti í fyrra en þá með annan keppanda við stýrið. Það var meiri…

Mjóddarmótið fer fram laugardaginn 1. júlí

Mjóddarmótið fer fram laugardaginn 1. júlí í göngugötunni í Mjódd.  Mótið hefst kl. 14 og er mótið öllum opið. Góð verðlaun í boði.  Á síðasta ári sigraði Subway í Mjódd en fyrir þá tefldi Dagur Ragnarsson.  Tefldar verða sjö umferðir með umhugsunartímanum 5 mínútur + 2 sekúndur á hvern leik.  Skráning fer fram í síma 866-0116 og á skak.is Þátttaka er ókeypis! Mjóddarmótið var fyrst…

Hraðkvöld mánudaginn 12. júní

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 12. júní nk.  og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7-10 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur + 3 sekúndur eða 5 mínútur + 3 sekúndur á hvern leik. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Hraðkvöldið verður reiknað til hraðskákstiga.   Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær í verðlaun máltíð fyrir…

Vignir Vatnar sigraði á hraðkvöldi

Vignir Vatnar Stefánsson sigraði með fullu húsi á hraðkvöldi Hugins sem haldið var mánudaginn 29. maí sl. Tefldar voru átta umferðir og frá sjónarhóli skákstjórans, sem einnig var að tefla virtist þetta vera nokkuð öruggt hjá Vigni Vatnari. Vinningarnir streymdu í hús hjá honum jafnt og þétt og sigurinn tryggður fyrir síðustu umferð. Hann ætlaði…

Óttar Örn efstur á lokaæfingunni-Óskar vann stigakeppni vetrarins

Síðasta barna- og unglingaæfing  Hugins  fyrir sumarhlé var haldin 26. maí sl. Úrslitin í stigakeppni æfinganna var þá þegar ráðin. Óskar Víkingur Davíðsson var með 23 stiga forskot á Óttar Örn Bergmann Sigfússon sem ljóst var að ekki yrði brúað á þessari æfingu þar sem æfingin gaf mest 3 stig. Á lokaæfingunni voru þrír efstir og…

Lokaæfing fyrir börn og unglinga næsta mánudag; Óskar efstur í stigakeppninni en Óttar og Rayan með besta mætingu

Barna- og unglingaæfingum Hugins í Mjóddinni lýkur næsta mánudag 29. maí nk. Æfingarnar í vetur verða alls 33 að lokaæfingunni meðtalinni og hafa verið ágætlega sóttar. Engir hafa samt mætt betur í vetur en Óttar Örn Bergmann Sigfússon og Rayan Sharifa.Þeir hafa mætt á allar æfingarnar og einnig á unglingameistarmót Hugins og páskaeggjamótið sem reiknast…

Hraðkvöld Hugins mánudaginn 29. mai

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 29. maí nk.  og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7-10 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur + 3 sekúndur eða 5 mínútur + 3 sekúndur á hvern leik. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Hraðkvöldið verður reiknað til hraðskákstiga. Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær í verðlaun máltíð fyrir einn…