Einar Dagur og Sigurður Rúnar efstir á æfingu

Einar Dagur Brynjarsson vann eldri flokkinn með 3,5v af fimm  mögulegum en Sigurður Rúnar Gunnarsson vann yngri flokkinn með 4,5v af af fimm mögulegum. Í báðum flokkum voru tefldar 5 umferðir  og ekkert dæmi var þessu sinni en í yngri flokki voru í staðinn tvær stöðumyndir í þemaskák úr ítalska leiknum í fjórum fyrstu umferðunum.…

Hraðkvöld í Mjóddinni mánudaginn 13. mars

Hraðkvöld Hugins í Mjóddinni verður mánudaginn 13. mars nk. og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7-10 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur + 3 sekúndur á hvern leik eða 5 mínútur + 3 sekúndur á hvern leik eftir fjölda umferða. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Hraðkvöldið verður reiknað til hraðskákstiga. Í vetur…

Hraðskákmót og lokahóf Nóa Síríus mótsins

Þriðjudaginn 21. febrúar voru veitt verðlaun fyrir hið firnasterka Nóa Síríus mót 2017. Í tengslum við það fór fram sjö umferða lauflétt hraðskákmót. Það var allvel mætt í stúkuloft Breiðabliksvallar þetta þriðjudagskvöld. Skemmtileg blanda af reyndum meisturum og ungum og efnilegum skákmönnum. Grjóthörðum. Það er alveg ljóst að ekkert bætir menn meira í skákinni en…