Hraðkvöld í Mjóddinni mánudaginn 13. mars

Hraðkvöld Hugins í Mjóddinni verður mánudaginn 13. mars nk. og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7-10 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur + 3 sekúndur á hvern leik eða 5 mínútur + 3 sekúndur á hvern leik eftir fjölda umferða. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Hraðkvöldið verður reiknað til hraðskákstiga. Í vetur…

Hraðskákmót og lokahóf Nóa Síríus mótsins

Þriðjudaginn 21. febrúar voru veitt verðlaun fyrir hið firnasterka Nóa Síríus mót 2017. Í tengslum við það fór fram sjö umferða lauflétt hraðskákmót. Það var allvel mætt í stúkuloft Breiðabliksvallar þetta þriðjudagskvöld. Skemmtileg blanda af reyndum meisturum og ungum og efnilegum skákmönnum. Grjóthörðum. Það er alveg ljóst að ekkert bætir menn meira í skákinni en…

Daði og Þröstur sigurvegarar á vel heppnuðu Gestamóti Hugins og Breiðabliks

Þá er vel heppnuðu Nóa Siríus móti 2017 lokið. Alls tóku 72 skákmenn á öllum aldri þátt og hefur mótið aldrei verið sterkara en í ár. A-flokkur Daði Ómarsson og Þröstur Þórhallsson eru sigurvegarar í A-flokki hins firna sterka Nóa-Siríus móts sem lauk á þriðjudagskvöldið í Stúkunni við Kópavogsvöll. Þröstur ætlaði sér greinilega sigur gegn…

Sigurður Daníelsson er Janúarmótsmeistari Hugins 2017

Sigurður Daníelsson er Janúarmótsmeistari Hugins 2017 eftir að hafa unnið Rúnar Ísleifsson í úrslitakeppni Janúarmótsins sem fór fram 11. febrúar. Sigurður og Rúnar tefldu tvær einvígisskákir um fyrsta sætið á mótinu og hafði Sigurður betur í þeim báðum. Tómas Veigar Sigurðarson, sem vann Hermann Aðalsteinsson 2-0, varð í 3. sæti. Smári Sigurðsson og Hjörleifur Halldórsson tefldu um…

Smári efstur á æfingu – Úrslitakeppni Janúarmótsins á laugardag

Smári Sigurðsson varð efstur á fyrstu skákæfingu ársins 2017 sem fram fór sl. mánudag, en skákæfingar hafa ekki farið fram vegna Janúarmótsins sem er ný lokið. Smári fékk 6,5 vinninga af 7 mögulegum á æfingunni, Rúnar Ísleifsson og Hermann Aðalsteinsson komu næstir með 5 vinninga hvor. Sjá má öll úrslit af skákæfingum vetrarins í dálki…