Sigurður Daníelsson er Janúarmótsmeistari Hugins 2017

Sigurður Daníelsson er Janúarmótsmeistari Hugins 2017 eftir að hafa unnið Rúnar Ísleifsson í úrslitakeppni Janúarmótsins sem fór fram 11. febrúar. Sigurður og Rúnar tefldu tvær einvígisskákir um fyrsta sætið á mótinu og hafði Sigurður betur í þeim báðum. Tómas Veigar Sigurðarson, sem vann Hermann Aðalsteinsson 2-0, varð í 3. sæti. Smári Sigurðsson og Hjörleifur Halldórsson tefldu um…

Smári efstur á æfingu – Úrslitakeppni Janúarmótsins á laugardag

Smári Sigurðsson varð efstur á fyrstu skákæfingu ársins 2017 sem fram fór sl. mánudag, en skákæfingar hafa ekki farið fram vegna Janúarmótsins sem er ný lokið. Smári fékk 6,5 vinninga af 7 mögulegum á æfingunni, Rúnar Ísleifsson og Hermann Aðalsteinsson komu næstir með 5 vinninga hvor. Sjá má öll úrslit af skákæfingum vetrarins í dálki…

Hraðkvöld mánudaginn 6. febrúar

Hraðkvöld Hugins í Mjóddinni verður mánudaginn 6. febrúar nk.  og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7-10 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur + 3 sekúndur á hvern leik eða 5 mínútur + 3 sekúndur á hvern leik eftir fjölda umferða. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Hraðkvöldið verður reiknað til hraðskákstiga. Í vetur…

Rúnar og Sigurður unnu riðlakeppni Janúarmótsins

Rúnar Ísleifsson og Sigurður Daníelsson unnu riðlakeppni Janúarmóts Hugins sem lauk í gær. Rúnar stóð uppi sem sigurvegari í Vestur-riðli með 3 vinninga af 4 mögulegum og fór taplaus í gegnum riðilinn. Tómas Veigar varð í öðru sæti með 2.5 vinninga og Hjörleifur Halldórsson varð þriðji með 2 vinninga. Vestur-riðillinn á chess-results. Lokastaðan í Vestur-riðli Rk.…

Þrír á toppnum á Nóa Síríus mótinu

Það var hart barist í fjórðu umferð Nóa Síríus-mótsins sem fram fór gærkveldi. Þrír eru efstir og jafnir með 3½ vinning. Það eru Guðmundur Kjartansson (2468), Þröstur Þórhallsson (2414) og Daði Ómarsson (2197). Guðmundur vann Magnús Örn Úlfarsson (2375) nokkuð örugglega á efsta borðinu. Þröstur þurfti að hafa verulega fyrir sigrinum gegn Degi Ragnarssyni (2276)…

Leikar æsast á N-S mótinu í kvöld!

Fjórða umferð hins bleksterka Nóa-Siríus móts (Gestamóts Hugins og Skákdeildar Breiðabliks) hefst kl. 19.00 í kvöld. Vænta má magnþrunginnar spennu þegar kapparnir hamast við að velta kóngi hver annars úr sessi með brakandi heilastarfsemi og bellibrögðum í öllum regnbogans litum. Eftirlæti þjóðarinnar, Friðrik Ólafsson keppir við fremstu skákkonu landsins Lenku Ptácníkovu. Þar getur orðið áhugaverð…