Spennandi umferð á N-S mótinu í kvöld!

Önnur umferð hins firnasterka Nóa-Siríus móts (Gestamóts Hugins og Skákdeildar Breiðabliks) hefst kl. 19.00 í kvöld. Helst ber til tíðinda að sjálfur Friðrik Ólafsson mætir til leiks og stýrir hvítu mönnunum gegn ungstirninu Óliver Aroni Jóhannessyni. Af öðrum viðureignum má nefna skák yngsta þátttakandans í landsliðsflokki 2016, Arnar Leós Jóhannssonar, gegn stigahæsta skákmanni mótsins, Jóhanni Hjartarsyni.…

Jón Kristinn Þorgeirsson er Íslandsmeistari í netskák 2016

Akureyringurinn knái, Jón Kristinn Þorgeirsson (Jokksi99) sigraði af fádæma öryggi á Íslandsmótinu í netskák sem fram fór í gær, sunnudag. Fullyrða má að Jón, sem um árabil hefur borið höfuð og herðar yfir aðra Norðlenska skákmenn, hafi verið í algjörum sérflokki á mótinu. Jón fékk alls 10,5 vinninga í 11 skákum, 1,5 vinningum meira en…

Skákæfingar og kennsla að hefjast fyrir börn og unglinga í Þingeyjarsýslu

Sérstakar skákæfingar og kennsla fyrir börn á grunnskólaaldri í Þingeyjarsýslu hefjast miðvikudaginn 18. janúar. Skákæfingarnar verða ókeypis og fara þær fram í Seiglu – miðstöð sköpunar (áður Litlaulaugaskóli) í Reykjadal. Æfingarnar fara fram annan hvern miðvikudag til að byrja með og einn sunnudag í hverjum mánuði. Reiknað er með að hver æfing standi yfir í um…

Íslandsmótið í netskák fer fram á morgun (sunnudag) kl. 20

XXI. Íslandsmótið í netskák fer fram sunnudaginn 15. janúar Mótið fer fram á vefsíðunni Chess.com og hefst kl. 20:00. Mótið er öllum opið og er teflt er einum flokki.   Mótið var áður á dagskrá þann 30. desember s.l., en því miður þurfti að aflýsa mótinu vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Í fyrstu var talið að tæknibilun hefði orðið til þess að…

Íslandsmótið í netskák fer fram sunnudaginn 15. janúar

XXI. Íslandsmótið í netskák fer fram sunnudaginn 15. janúar Mótið fer fram á vefsíðunni Chess.com og hefst kl. 20:00. Mótið er öllum opið og er teflt er einum flokki.   Mótið var áður á dagskrá þann 30. desember s.l., en því miður þurfti að aflýsa mótinu vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Í fyrstu var talið að tæknibilun hefði orðið til þess að…

Fréttir af barna- og unglingastarfi Hugins

Skákfélagið Huginn er með barna- og unglingaæfingar í Mjóddinni á mánudögum fyrir krakka á grunnskólaaldri. Svo hafa einnig verið séræfingar fyrir félagsmenn í Mjóddinni á þriðjudögum og laugardögum eftir því sem til hefur fallið. Á æfingunum eru tefldar 5-6 umferðir með umhugsunartímanum 7 eða 10 mínútum.Þátttakendur leysa dæmi og farið er í grunnatriði með byrjendum eftir því sem…

Netskák: Róbert Lagerman (MRBigtimer) varð hlutskarpastur á netmótinu – Íslandsmótið aftur á dagskrá

FIDE-meistarinn Róbert Lagerman (MRBigtimer) varð hlutskarpastur á netskákmótinu sem fram fór föstudaginn 30. desember, en hann hlaut 8.5 vinninga í 11 umferðum. FIDE-meistarinn Andri Áss Grétarsson (Svarturleikur) var jafn Róberti að vinningum, en með heldur lakari niðurstöðu eftir stigaútreikning. Þriðji FIDE-meistarinn, Rúnar Sigurpálsson (Gvala) varð svo í þriðja sæti með 8 vinninga.   Til stóð…