Hraðkvöld Hugins mánudaginn 30. janúar

Hraðkvöld Hugins í Mjóddinni verður mánudaginn 30. janúar nk.  og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7-10 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur + 2 sekúndur á hvern leik eða 5 mínútur + 2 sekúndur á hvern leik eftir fjölda umferða. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Hraðkvöldið verður reiknað til hraðskákstiga. Í…

Nóa-Síríus mótið – 3. umferð

Þriðja umferð Nóa-Síríus mótsins var tefld í Stúkunni á þriðjudagskvöld 24. janúar. Í upphafi umferðar kvaddi Pálmi Ragnar Pétursson sér hljóðs fyrir hönd mótsstjórnar og bauð Friðrik Ólafsson sérstaklega velkominn til leiks. Pálmi sagði að Friðrik hefði verið með flensu í upphafi móts, en væri nú mættur og það væri fagnaðarefni. Það væri vissulega mikill…

Spennandi umferð á N-S mótinu í kvöld!

Þriðja umferð hins fítonsterka Nóa-Siríus móts (Gestamóts Hugins og Skákdeildar Breiðabliks) hefst kl. 19.00 í kvöld. Lofa má miklum tilþrifum og jafnvel flugeldasýningum á sumum borðum. Helst ber til tíðinda að tveir gamalreyndir en síferskir kappar, Jón Hálfdánarson og Friðrik Ólafsson, stórmeistari, takast á. Jón, sem þótti eitt allra efnilegasta ungstirnið hér á landi í…

Önnur umferð Nóa-Síríus mótsins var tefld í Stúkunni í gærkvöldi

Önnur umferð Nóa-Síríus mótsins var tefld í Stúkunni í gærkvöldi. Teflt var fjörlega í báðum flokkum og ljóst að leikgleðin réð ríkjum. Vel úthugsaðar leikfléttur voru galdraðar fram og lævísar gildrur lagðar fyrir óvarkára. Af A-flokki. Á fyrsta borði, náði hinn ungi meistari, Örn Leó Jóhannsson, jafntefli gegn Jóhanni Hjartarsyni, stigahæsta skákmanni mótsins í spennandi…

Spennandi umferð á N-S mótinu í kvöld!

Önnur umferð hins firnasterka Nóa-Siríus móts (Gestamóts Hugins og Skákdeildar Breiðabliks) hefst kl. 19.00 í kvöld. Helst ber til tíðinda að sjálfur Friðrik Ólafsson mætir til leiks og stýrir hvítu mönnunum gegn ungstirninu Óliver Aroni Jóhannessyni. Af öðrum viðureignum má nefna skák yngsta þátttakandans í landsliðsflokki 2016, Arnar Leós Jóhannssonar, gegn stigahæsta skákmanni mótsins, Jóhanni Hjartarsyni.…

Jón Kristinn Þorgeirsson er Íslandsmeistari í netskák 2016

Akureyringurinn knái, Jón Kristinn Þorgeirsson (Jokksi99) sigraði af fádæma öryggi á Íslandsmótinu í netskák sem fram fór í gær, sunnudag. Fullyrða má að Jón, sem um árabil hefur borið höfuð og herðar yfir aðra Norðlenska skákmenn, hafi verið í algjörum sérflokki á mótinu. Jón fékk alls 10,5 vinninga í 11 skákum, 1,5 vinningum meira en…

Skákæfingar og kennsla að hefjast fyrir börn og unglinga í Þingeyjarsýslu

Sérstakar skákæfingar og kennsla fyrir börn á grunnskólaaldri í Þingeyjarsýslu hefjast miðvikudaginn 18. janúar. Skákæfingarnar verða ókeypis og fara þær fram í Seiglu – miðstöð sköpunar (áður Litlaulaugaskóli) í Reykjadal. Æfingarnar fara fram annan hvern miðvikudag til að byrja með og einn sunnudag í hverjum mánuði. Reiknað er með að hver æfing standi yfir í um…