Hraðskákmót Hugins á Húsavík fer fram 19. desember
Mánudagskvöldið 19. desember kl 20:00 fer fram okkar árlega hraðskákmót. Mótið fer fram í Framsýnarsalnum á Húsavík. Tefldar verða skákir með 5 mín umhugsunartíma á mann og allir við alla. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga hjá FIDE. Tómas Veigar Sigurðarson vann mótið í fyrra með mikilum yfirburðum, en Smári Sigurðsson hefur unnið þetta mót oftast…