Davíð og Sævar efstir á meistaramóti Hugins

Davíð Kjartansson og Sævar Bjarnason eru efstir og jafnir með 3v að loknum þremur fyrstu umferðunum á Meistaramóti Hugins. Þeir hafa ekki sýnt andstæðingum sýnum neina miskunn og klárað viðureignir sínar nokkuð örugglega. Í þriðju umferð sem fram fór í gærkvöldi vann Sævar Jón Trausta Harðarson meðan Davíð vann Vigfús Ó. Vigfússon, sem misreiknaði sig…

Flest eftir bókinni í annarri umferð á Meistaramóti Hugins

Önnur umferð í Meistaramóti Hugins sem lauk í kvöld var jafn róleg og tíðindalítil og sú fyrsta var viðburðarríka. Sá sem var stigahærri vann að jafnaði þann stiglægri nema í skák þeirra Óskars Víkings Davíðssonar (1666) og Stephan Briem (1569) þar sem sæst var á skiptan hlut. Miðað við reynslu mína af viðureign við Stephn…

Hraðskákkeppni taflfélaga: Dregið í undanúrslit

Í gær var dregið í undanúrslit í Hraðskákkeppni taflfélaga. Undanúrslit skulu fara fram sunnudaginn, 18. september. Úrslit 2. umferðar Huginn b – Skákgengið 56 – 16 SA – TR unglingasveit 39.5 – 32.5 SSON – Huginn a 6,5 – 65,5 TR – TG 52½-19½ Dregið var í undanúrslit hraðskákkeppni taflfélaga í gærkvöldi og þar mætast: Huginn a – SA…

Huginn b-sveit lagði Skákgengið

Skákgengið og Huginn-b áttust við í Skáksambandinu í gærkvöldi í 8-liða úrslitum hraðskákkeppni taflfélaga. Huginsmenn mættu til leik skipaðir reyndum skákmönnum á efri borðunum en neðri borðin voru setin af yngri kynslóðinni. Huginn tók snemma forystuna og jók hana jafnt og þétt þegar á leið. Staðan í hálfleik var 26-10 Huginsmönnum í vil. Viðureigninni lauk…

Huginn A-sveit bar sigurorð af sveit Selfyssinga

Mikill styrkleikamunur var á sveitunum og snemma ljóst í hvað stefndi. Þrír voru atkvæðamestir í sveit Hugins með fullt hús vinninga þeir Hannes Hlífar Stefánsson, Einar Hjalti Jensson og Ingvar Þór Jóhannesson. Nökkvi Sverrisson var atkvæðamestur Selfyssinga með 3,5 vinning af 12. Hannes Einar Ingvar Þorsteinn Pálmi Baldur Nökkvi Sverris 0 0 0 0 0…