Myndasyrpa: Borgarskákmótið 2016

Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson sem tefldi fyrir Suzuki bíla sigraði á 31. Borgarskákmótinu sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur á miðvikudaginn 17. ágúst sl. Þá voru rétt tæp 30 ár síðan fyrsta Borgarskákmótið fór fram í Lækjargötu á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar þann 18. ágúst 1986. Helgi sigraði alla andstæðinga sína og lauk móti með 7 vinninga. Þetta…

Hraðskákkeppnin: Sannfærandi sigur Hugins-b gegn Kvennalandsliðinu

Kvennalandsliðið mætti b-sveit Hugins í síðustu viðureign fyrstu umferðar Hraðskákkeppni taflfélaga í gærkvöldi. Huginsmenn hafa yfir að skipa mjög þéttu og jöfnu liði, skipað reynslumiklum hraðskákmönnum, og það gerði gæfumuninn að þessu sinni. Lokatölur urðu 14-58, Huginsmönnum í vil.   Einstaklingsúrslit Hugins-b: Kristján Eðvarsson 11/12 Baldur Kristinsson 10,5/12 Bragi Halldórsson 9,5/12 Sigurður Daði Sigfússon 8,5/12…

Helgi Áss Grétarsson sigraði á Borgarskákmótinu

Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson sem tefldi fyrir Suzuki bíla sigraði á 31. Borgarskákmótinu sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur á miðvikudaginn 17. ágúst sl. Þá voru rétt tæp 30 ár síðan fyrsta Borgarskákmótið fór fram í Lækjargötu á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar þann 18. ágúst 1986. Helgi sigraði alla andstæðinga sína og lauk móti með 7 vinninga. Þetta…

Öruggur sigur SA gegn Fjölni

Hraðskákkeppni taflfélaga er nýfarin af stað og margar viðureignir í þessari viku. Í gærkveldi mættust Fjölnir og SA. Þetta er í þriðja sinn á síðustu fjórum árum sem þessi tvö félög mætast í keppninni. Mikill vinarbragur er meðal liðsmanna enda margir helstu skákmenn beggja félaga teflt saman í unglingalandsliðum Íslands undanfarin ár. Þá hafa tveir…

Skákgengið vann Vinaskákfélagið

Fyrsta viðureign Hraðskákkeppni taflfélaga fór fram þriðjudaginn 15. ágúst í Vin. Skákgengið sótti Vinaskákfélagið heim og vann fremur öruggan sigur á Vinverjum. Gestirnir fengu 42½ vinning gegn 29½ vinning gestgjafana. Loftur Baldvinsson, formaður Gengisins, fór fyrir sínum mönnum og hlaut 11 vinninga í 12 skákum. Halldór Kárason og Páll Þórsson fengu 8 vinninga hvor. Hrafn…

Hraðkvöld í Mjóddinni mánudaginn 15. ágúst

Fyrsta hraðkvöld Hugins eftir sumarhlé verður haldið mánudaginn 15. ágúst nk.  og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær í verðlaun máltíð fyrir einn á Saffran eða pizzu frá Dominos. Einnig verður dreginn út af handahófi annar…

Hraðskákkeppni taflfélaga – Dregið í 1. umferð

Í dag var dregið í fyrstu umferð Hraðskákkeppni taflfélaga. Tólf lið taka þátt og því fara fjögur lið beint í 2. umferð (8 liða úrslit). ATH. smávægilegar breytingar voru gerðar á lokadagsetningu 1. umferðar, miðað er við að henni sé lokið eigi síðar en 18. ágúst nk.. Pörun 1. umferðar Vinaskákfélagið – Skákgengið Kvennalandsliðið – Huginn b Breiðablik…

Borgarskákmótið verður haldið miðvikudaginn 17. ágúst

Borgarskákmótið fer fram miðvikudaginn 17. ágúst, og hefst það kl. 16:00. Mótið fer fram venju samkvæmt í Ráðhúsi Reykjavíkur og standa  Taflfélag Reykjavíkur og Skákfélagið Huginn, að mótinu, eins og þau hafa gert síðustu ár. Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar taka þátt í því. Skákmenn eru hvattir til að skrá sig…