Skákgengið vann Vinaskákfélagið

Fyrsta viðureign Hraðskákkeppni taflfélaga fór fram þriðjudaginn 15. ágúst í Vin. Skákgengið sótti Vinaskákfélagið heim og vann fremur öruggan sigur á Vinverjum. Gestirnir fengu 42½ vinning gegn 29½ vinning gestgjafana. Loftur Baldvinsson, formaður Gengisins, fór fyrir sínum mönnum og hlaut 11 vinninga í 12 skákum. Halldór Kárason og Páll Þórsson fengu 8 vinninga hvor. Hrafn…

Hraðkvöld í Mjóddinni mánudaginn 15. ágúst

Fyrsta hraðkvöld Hugins eftir sumarhlé verður haldið mánudaginn 15. ágúst nk.  og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær í verðlaun máltíð fyrir einn á Saffran eða pizzu frá Dominos. Einnig verður dreginn út af handahófi annar…

Hraðskákkeppni taflfélaga – Dregið í 1. umferð

Í dag var dregið í fyrstu umferð Hraðskákkeppni taflfélaga. Tólf lið taka þátt og því fara fjögur lið beint í 2. umferð (8 liða úrslit). ATH. smávægilegar breytingar voru gerðar á lokadagsetningu 1. umferðar, miðað er við að henni sé lokið eigi síðar en 18. ágúst nk.. Pörun 1. umferðar Vinaskákfélagið – Skákgengið Kvennalandsliðið – Huginn b Breiðablik…

Borgarskákmótið verður haldið miðvikudaginn 17. ágúst

Borgarskákmótið fer fram miðvikudaginn 17. ágúst, og hefst það kl. 16:00. Mótið fer fram venju samkvæmt í Ráðhúsi Reykjavíkur og standa  Taflfélag Reykjavíkur og Skákfélagið Huginn, að mótinu, eins og þau hafa gert síðustu ár. Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar taka þátt í því. Skákmenn eru hvattir til að skrá sig…

Hraðkvöld í Mjóddinni mánudaginn 6. júní

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 6. júní nk.  og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 5 mínútur + 3 sekúndur á hvern leik. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Þetta er lokaæfing á vormisseri. Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær í verðlaun máltíð fyrir einn á Saffran eða pizzu frá Dominos Einnig…

Dawid og Andri Hrannar efstir á lokaæfingunni-Óskar vann stigakeppni vetrarins

Síðasta barna- og unglingaæfing  Hugins  fyrir sumarhlé var haldin 30. maí sl. Úrslitin í stigakeppni æfinganna var þá þegar ráðin. Óskar Víkingur Davíðsson var með fimm stiga forskot á Dawid Kolka sem ljóst var að ekki yrði brúað á þessari æfingu þar sem æfingin gaf mest 3 stig. Það breytti því engu að Óskar væri fjarverandi…