Hraðkvöld í Mjóddinni mánudaginn 30. maí
Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 30. maí nk. og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 5 mínútur + 3 sekúndur á hvern leik. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Nú fer að síga á seinni hlutann á þessum skákæfingum en auk þessarar æfingar er aðeins æfingin 6. júní eftir.…