Undanrásir fyrir Reykjavík Barna-Blitz mánudaginn 29. febrúar

Á næstu Huginsæfingu mánudaginn 29. febrúar verður forkeppni fyrir Reykjavik Barna-Blitz og gefa tvö efstu sætin þátttökurétt í úrslitum sem fram fara í Hörpu laugardaginn 12. mars samhliða Reykjavíkurskákmótinu. Flokkaskipting á æfingunni mun því miðast við það, þannig að þau sem eru fædd 2003 og síðar og eiga þar með þátttökurétt í barnablitzinu tefla saman…

Atkvöld mánudaginn 29. febrúar

Atkvöld verður hjá Huginn mánudaginn 29. febrúar 2016 og hefst mótið kl. 20:00. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi skákkvöld ber upp á hlaupársdag síðan þau hófust og næst gefst ekki tækifæri til að tefla þegar hlaupársdag ber upp á mánudag fyrr 29. febrúar 2044. Fyrir einhverja er því nú eða aldrei. Fyrst eru…

Rúnar efstur á fjórum skákæfingum í röð með fullu húsi !

Rúnar Ísleifsson hefur farið á kostum á fjórum síðustu skákæfingum hjá félaginu sem haldnar hafa verið í janúar og febrúar. Rúnar varð efstur á þeim öllum og það með fullu húsi vinninga. Árið byrjar því vel hjá Rúnari           Skákæfing 8. febrúar Húsavík. Rúnar Ísleifsson              5…

Guðmundur Kjartansson og Snorri Þór Sigurðsson hlutskarpastir á Nóa Siríus mótinu

Nóa Siríus mótinu, gestamóti Hugins og Skákdeildar Breiðabliks 2016, lauk í gærkvöld. Í A-flokki sigraði alþjóðlegi meistarinn víðförli, Guðmundur Kjartansson, með 5 vinninga af 6. Í öðru til þriðja sæti með 4,5 vinninga urðu prófessorinn skeleggi, Magnús Örn Úlfarsson, og tæknifrömuðurinn að vestan, Halldór Grétar Einarsson, sem bætti við sig 40 elóskákstigum. Þá er óupptalin…

Guðmundur, Halldór og Magnús efstir á Nóa Síríus-mótinu

Það var hart barist í fimmtu og næstsíðustu umferð Nóa Síríus-mótsins – Gestamóts Hugins og Breiðabliks –  í gærkvöld og fjórar skákir tefldar fram yfir miðnættið. Fyrir lokaumferðina er staðan þannig að sjö keppendur hafa tækifæri á að hampa sigri á mótinu. Guðmundur Kjartansson (2456), Halldór Brynjar Halldórsson (2209) og Magnús Örn Úlfarsson (2375) eru…