Dawid og Adam sigruðu á Huginsæfingu

Dawid Kolka sigraði í eldri flokki á æfingu sem haldin var 1. febrúar sl. með 4,5v af fimm mögulegum. Það var Heimir Páll Ragnarsson sem náði í jafnteflið. Annar var Óskar Víkingur Davíðsson með 4v og þriðji var Heimir Páll Ragnarsson með 3,5v. Í yngri flokki var Adam Omarsson efstur með 5,5v af sex mögulegum. Annar…

Örn Leó efstur á hraðkvöldi

Örn Leó Jóhannsson hefur verið óstöðvandi á skákkvöldum Hugins eftir áramót og sigrað á þeim öllum. Það varð engin breyting á síðasta hraðkvöldi sem fram fór í gær 1. febrúar. Örn Leó fékk að vísu ekki fullt hús því Jón Olav Fivelstad sá fyrir því með jafntefli þeirra á milli snemma kvölds. Aðrir máttu láta…

Hraðkvöld Hugins mánudaginn 1. febrúar

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 1. febrúar nk.  og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verða svo hraðkvöldin fyrsta og síðasta mánudag í hverjum mánuði að því undanskildu þegar mánudag ber upp á stórhátíð eða aðrir viðburðir eru til…

Guðmundur Kjartansson efstur á Nóa Síríus mótinu

Guðmundur Kjartansson (2456), sem vann nafna sinn Gíslason (2307) í 4. umferð í gær, er efstur með 3½ vinning á Nóa Síríus mótinu – Gestamóti Hugins og Breiðabliks. Fimm skákmenn koma í humátt á eftir stórmeistaraefninu með 3 vinninga. Það eru þeir Dagur Ragnarsson (2219), sem er einnig í toppbaráttunni á Skákþingi Reykjavíkur, stórmeistarinn Stefán Kristjánsson…

Smári og Rúnar tefla til úrslita annað kvöld

Úrslitakeppni Janúarmóts Hugins lýkur annað kvöld þegar Smári Sigurðsson (enskukennari við FSH) og Rúnar Ísleifsson (skógarvörður í Vaglaskógi) tefla síðari einvígisskákina um sigur á mótinu í Framsýnarsalnum á Húsavík. Skákin hefst kl 19:30 og eru áhorfendur velkomnir til að fylgjast með.   Fyrri skák þeirra félaga fór fram sl. sunnudag á Vöglum og endaði hún…

Hraðkvöld Hugins mánudaginn 25. janúar.

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 25. janúar nk.  og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verða svo hraðkvöldin fyrsta og síðasta mánudag í hverjum mánuði að því undanskildu þegar mánudag ber upp á stórhátíð eða aðrir viðburðir eru til…

Fjölmennt á toppnum

Það er fjölmennt á toppi Nóa Síríus mótsins – Gestamóti Hugins og Breiðabliks. Eftir þrjár umferðir eru Guðmundur Gíslason (2307), Stefán Kristjánsson (2471), Guðmundur Kjartansson (2456) og Þorsteinn Þorsteinsson (2253) efstir og jafnir með 2½ vinning. Ellefu skákmenn hafa 2 vinninga og spennan því magnþrungin þegar mótið er hálfnað. Þorsteinn gerði sér lítið fyrir og…