Rúnar efstur á fjórum skákæfingum í röð með fullu húsi !

Rúnar Ísleifsson hefur farið á kostum á fjórum síðustu skákæfingum hjá félaginu sem haldnar hafa verið í janúar og febrúar. Rúnar varð efstur á þeim öllum og það með fullu húsi vinninga. Árið byrjar því vel hjá Rúnari           Skákæfing 8. febrúar Húsavík. Rúnar Ísleifsson              5…

Guðmundur Kjartansson og Snorri Þór Sigurðsson hlutskarpastir á Nóa Siríus mótinu

Nóa Siríus mótinu, gestamóti Hugins og Skákdeildar Breiðabliks 2016, lauk í gærkvöld. Í A-flokki sigraði alþjóðlegi meistarinn víðförli, Guðmundur Kjartansson, með 5 vinninga af 6. Í öðru til þriðja sæti með 4,5 vinninga urðu prófessorinn skeleggi, Magnús Örn Úlfarsson, og tæknifrömuðurinn að vestan, Halldór Grétar Einarsson, sem bætti við sig 40 elóskákstigum. Þá er óupptalin…

Guðmundur, Halldór og Magnús efstir á Nóa Síríus-mótinu

Það var hart barist í fimmtu og næstsíðustu umferð Nóa Síríus-mótsins – Gestamóts Hugins og Breiðabliks –  í gærkvöld og fjórar skákir tefldar fram yfir miðnættið. Fyrir lokaumferðina er staðan þannig að sjö keppendur hafa tækifæri á að hampa sigri á mótinu. Guðmundur Kjartansson (2456), Halldór Brynjar Halldórsson (2209) og Magnús Örn Úlfarsson (2375) eru…

Dawid og Adam sigruðu á Huginsæfingu

Dawid Kolka sigraði í eldri flokki á æfingu sem haldin var 1. febrúar sl. með 4,5v af fimm mögulegum. Það var Heimir Páll Ragnarsson sem náði í jafnteflið. Annar var Óskar Víkingur Davíðsson með 4v og þriðji var Heimir Páll Ragnarsson með 3,5v. Í yngri flokki var Adam Omarsson efstur með 5,5v af sex mögulegum. Annar…

Örn Leó efstur á hraðkvöldi

Örn Leó Jóhannsson hefur verið óstöðvandi á skákkvöldum Hugins eftir áramót og sigrað á þeim öllum. Það varð engin breyting á síðasta hraðkvöldi sem fram fór í gær 1. febrúar. Örn Leó fékk að vísu ekki fullt hús því Jón Olav Fivelstad sá fyrir því með jafntefli þeirra á milli snemma kvölds. Aðrir máttu láta…