Hraðkvöld Hugins mánudaginn 1. febrúar

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 1. febrúar nk.  og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verða svo hraðkvöldin fyrsta og síðasta mánudag í hverjum mánuði að því undanskildu þegar mánudag ber upp á stórhátíð eða aðrir viðburðir eru til…

Guðmundur Kjartansson efstur á Nóa Síríus mótinu

Guðmundur Kjartansson (2456), sem vann nafna sinn Gíslason (2307) í 4. umferð í gær, er efstur með 3½ vinning á Nóa Síríus mótinu – Gestamóti Hugins og Breiðabliks. Fimm skákmenn koma í humátt á eftir stórmeistaraefninu með 3 vinninga. Það eru þeir Dagur Ragnarsson (2219), sem er einnig í toppbaráttunni á Skákþingi Reykjavíkur, stórmeistarinn Stefán Kristjánsson…

Smári og Rúnar tefla til úrslita annað kvöld

Úrslitakeppni Janúarmóts Hugins lýkur annað kvöld þegar Smári Sigurðsson (enskukennari við FSH) og Rúnar Ísleifsson (skógarvörður í Vaglaskógi) tefla síðari einvígisskákina um sigur á mótinu í Framsýnarsalnum á Húsavík. Skákin hefst kl 19:30 og eru áhorfendur velkomnir til að fylgjast með.   Fyrri skák þeirra félaga fór fram sl. sunnudag á Vöglum og endaði hún…

Hraðkvöld Hugins mánudaginn 25. janúar.

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 25. janúar nk.  og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verða svo hraðkvöldin fyrsta og síðasta mánudag í hverjum mánuði að því undanskildu þegar mánudag ber upp á stórhátíð eða aðrir viðburðir eru til…

Fjölmennt á toppnum

Það er fjölmennt á toppi Nóa Síríus mótsins – Gestamóti Hugins og Breiðabliks. Eftir þrjár umferðir eru Guðmundur Gíslason (2307), Stefán Kristjánsson (2471), Guðmundur Kjartansson (2456) og Þorsteinn Þorsteinsson (2253) efstir og jafnir með 2½ vinning. Ellefu skákmenn hafa 2 vinninga og spennan því magnþrungin þegar mótið er hálfnað. Þorsteinn gerði sér lítið fyrir og…

Stefán Orri og Rayan efstir á Huginsæfingu

Stefán Orri Davíðsson sigraði í eldri flokki á æfingu sem haldin var 18. janúar sl. með því að fá 4,5v í fimm skákum. Síðan komu fjórir jafnir með 3v en það voru Ísak Orri Karlsson, Heimir Páll Ragnarsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon og Óskar Víkingur Davíðsson allir með 3v. Eftir tvöfaldan stigaútreikning var Ísak Orri úrskurðaður í 2.…

Fréttir af unglingastarfi Hugins

Skákfélagið Huginn er með barna- og unglingaæfingar í Mjóddinni á mánudögum fyrir krakka á grunnskólaaldri. Svo hafa einnig verið séræfingar fyrir félagsmenn í Mjóddinni á þriðjudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og laugardögum eftir því sem til hefur fallið. Á æfingunum eru tefldar 5-6 umferðir með umhugsunartímanum 7 eða 10 mínútum.Þátttakendur leysa dæmi og farið er í grunnatriði með byrjendum eftir…