Hart barist í 1. umferð Nóa Siríus mótsins

Skemmtilegur andi, hörð barátta og snilldartilþrif settu svip sinn á 1. umferð Nóa Siríus mótsins – Gestamóts Hugins og Breiðabliks – sem hófst í gær í Skákmusterinu á Kópavogsvelli. Keppendur skerptu einbeitinguna og leikgleðina með ljúfmeti frá Nóa Siríusi og Þorvarður F. Ólafsson kom færandi hendi með nýbakaða heimsmeistaratertu. Úrslitin spegla sterkt mót þar sem…

Nóa-Síríusmótið – Gestamót Hugins og Breiðabliks hefst í stúkunni í Kópavogi í kvöld

Nóa-Síríus mótið 2016 – Gestamót Hugins og skákdeildar Breiðabliks, hefst í Skákmusterinu á Kópavogsvelli í kvöld kl 19:30. Um er að ræða eitt allra sterkasta skákmót ársins en það er nú haldið í sjötta sinn. Mótið hefur aldrei verið veglegra en yfir 60 snjallir og efnilegir skákmenn á öllum aldri eru skráðir til leiks. Á fjórða tug…

Dawid og Jósef efstir á æfingu

Dawid Kolka byrjaði nýja árið eins og hann endaði það síðasta með því vinna eldri flokkinn á Huginsæfingunni þann 4. janúar 2016 með fullu húsi 5v í jafn mörgum skákum. Annar var Óskar Víkingur Davíðsson með 4v og þriðji var Stefán Orri Davíðsson með 3v eins og reyndar einnig Baltasar Máni, Viktor Már og Elfar…

Atkvöld mánudaginn 4. janúar

Fyrsta skákkvöld ársins hjá Huginn verður mánudaginn 4. janúar 2015 en þá verður atkvöld.og hefst mótið kl. 20:00. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir, með fimmtán mínútna umhugsun. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Sigurvegarinn á atkvöldinu…