Davíð Kjartansson Íslandsmeistari í netskák í sjötta sinn!

Fidemeistarinn Davíð Kjartansson(Icehot1) sigraði á 20. Íslandsmótinu í netskák sem fram fór í kvöld, en hann hlaut 10 vinninga í 11 umferðum; hann tapaði aðeins einni skák, fyrir Arnaldi Loftssyni (Sonofair) og vann allar hinar tíu! Davíð er lang sigursælasti netskákmaður landsins, enda hefur hann nú unnið titilinn sex sinnum, eða lang oftast allra! Stórmeistarinn Stefán Kristjánsson (Champbuster) varð í…

Huginsmenn öflugir á Atskákmóti Íslands

Atskákmót Íslands fór fram á Hótel Natura í dag. Tefldar voru 9 umferðir eftir svissneska kerfinu með 15 mínútna umhugsunartíma. Huginsmenn fóru mikinn á mótinu því að þeir hrepptu 6 af 8 efstu sætunum. Úrslit urðu þau að Helgi Ólafsson, stórmeistari, varð efstur með 7,5 vinninga en í öðru sæti og jafn honum að vinningum varð stórmeistarinn…

153 krakkar tóku þátt í jólapakkamóti Hugins

153 krakkar tóku þátt í Jólapakkamóti Hugins sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur 19. desember sl. Mótið var því nú sem endranær fjölmennasta krakkamót ársins. S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, setti mótið og lék af því loknu fyrsta leik mótsins fyrir Óskar Víking Davíðsson. Fjörið var hafið! Teflt var í sex flokkum og voru keppendur allt…

Íslandsmótið í netskák fer fram mánudaginn 28. desember

Íslandsmótið í netskák fer fram mánudaginn 28. desember. Mótið fer fram á netþjóninum ICC og hefst kl. 20:00. ATH. Í viðleitni til þess að mótið hefjist á réttum tíma (kl. 20:00) var ákveðið að skráningarfrestur sé til kl. 19:00 mánudaginn 28. desember – Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma. Mótið er öllum opið og er teflt er einum…

Þröstur Íslandsmeistari í hraðskák eftir sigur á Friðriksmóti Landsbankans

Þröstur Þórhallsson sigraði á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák sem fram fór á dögunum í Landsbankanum, Austurstræti. Þröstur, sem var í forystu allt mótið, hlaut 9½ vinning í 11 skákum. Stefán Kristjánsson varð annar en hann hlaut einnig  9½ vinning en var á lægri á stigum. Jóhann Hjartarson varð þriðji með 9 vinninga og Björn Þorfinnsson…