Jólapakkaskákmót Hugins 2015

Jólapakkaskákmót Hugins verður haldið laugardaginn 19. desember nk. í Ráðhúsi Reykjavíkur. Mótið hefst kl. 13 og er ókeypis á mótið. Mótið er fyrir börn og unglinga og fer nú fram í 18. skipti en það var fyrst haldið fyrir jólin 1996. Síðan hefur það verið haldið nánast á hverju ári og hefur alltaf verið eitt…

Hraðkvöld í Mjóddinni mánudaginn 30. nóvember

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 30. nóvember nk.  og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verða svo hraðkvöldin fyrsta og síðasta mánudag í hverjum mánuði að því undanskildu þegar mánudag ber upp á stórhátíð eða aðrir viðburðir eru til…

15. mín skákmót Hugins fer fram 28. nóvember

Hið árlega 15 mín skákmót Hugins á norðursvæði verður haldið laugardagskvöldið 28. nóvember í Framsýnarsalnum Garðarsbraut 26 á Húsavík og hefst mótið kl 20:00. Áætluð mótslok eru um kl 23:00. Tefldar verða 7 umferðir eftir sviss-manager kerfi og verður umhugsunartíminn 15 mín, eins og gefur að skilja. Umferðafjöldinn fer þó eftir fjölda keppenda. Mótið verður…

Rússar áfram efstir á EM í skák — Carlsen heimsmeistari tapaði aftur

Rússar halda efsta sætinu á Evrópumótinu í skák í Laugardalshöll eftir jafntefli við Asera í 5. umferð. Gullaldarlið Íslendinga vann góðan sigur á Austurríki, íslenska kvennasveitin vann Noreg sannfærandi en A-lið Íslands beið lægri hlut fyrir Grikkjum. Mesta athygli í dag vakti tap Carlsens heimsmeistara fyrir svissenska stórmeistaranum Pelletier.  Á efsta borði beindust flestra augu…

Heimsmeistarinn mætir til leiks í dag!

Þriðja umferð Evrópumóts landsliða fer fram í dag í Laugardalshöllinni. Heimsmeistarinn sjálfur, Magnus Carlsen, mætir til leiks í dag en hann hvíldi í tveimur fyrstu umferðunum. Hann teflir við Levon Aronian, næststigahæsta keppenda mótsins. Aðalliðið mætir sveit Þjóðverja en gullaldarliðið teflir við sveit Tyrkja. Erfiaðar viðureignir báðar tvær en stigalega hallar töluvert á okkar menn.…