Hjörvar hraðskákmeistari Hugins

Það voru 20 skákmenn sem mættu til leiks á Hraðskákmót Hugins í Mjóddinni sem fram fór sl. mánudagskvöld 9. nóvember í aðdraganda Evrópumóts landsliða. Þátttakendur hafa svo sem áður verið fleiri en mótið var eftir sem áður vel skipað. Hjörvar Steinn Grétarsson sigraði örugglega með 12,5 vinninga af 14 mögulegum og er því hraðskákmeistari Hugins…

Hraðskákmót Hugins (suðursvæði) fer fram á mánudaginn

Hraðskákmót Hugins í Mjóddinni verður haldið mánudaginn 9. nóvember nk. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a og hefst taflið kl. 20. Tefldar verða 7 umferðir 2*5 mínútur. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Heildarverðlaun á mótinu eru kr. 20.000. Núverandi hraðskákmeistari Hugins er Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir. Þetta er í tuttugasta sinn sem mótið fer fram.…

Hraðkvöld mánudaginn 2. október

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 2. nóvember nk.  og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verða svo hraðkvöldin fyrsta og síðasta mánudag í hverjum mánuði að því undanskildu þegar mánudag ber upp á stórhátíð eða aðrir viðburðir eru til…

Hraðkvöld mánudaginn 26. október

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 26. október nk.  og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verða svo hraðkvöldin fyrsta og síðasta mánudag í hverjum mánuði að því undanskildu þegar mánudag ber upp á stórhátíð eða aðrir viðburðir eru til…