Hjörvar Steinn og Páll Andrason efstir fyrir lokaumferðina á Skákhátíð MótX

Hjörvar Steinn hefur vinnings forskot fyrir lokaumferðina í A-flokknum á Skákhátíð MótX sem tefld verður á þriðjudagskvöldið. Að honum sækja þrír skákmenn, þeir Guðmundur Kjartansson, Jón L Árnason og Bragi Þofinnsson. Lykillinn að atlögu þremmenninganna er að Guðmundi takist að leggja Hjörvar með hvítu mönnunum. Í B-flokknum er Páll Andrason efstur með vinningsforskot. Páll Andra…

Rúnar efstur á Skákþingi Hugins á Húsavík – Rúnari nægir jafntefli gegn Hermanni í lokaumferðinni

Rúnar Ísleifsson er efstur með fullt hús vinninga þegar aðeins tveim skákum er ólokið á Skákþingi Hugins á Húsavík. Rúnari nægir jafntefli gegn Hermanni Aðalsteinssyni í lokaumferðinni til að tryggja sér sigur í mótinu og meistartitil Hugins á Húsavík 2019 í leiðinni. Rúnar gæti þó unnið mótið áður en skák hans við Hermann fer fram…

Drottning á glapstigum, landgönguliðar á röltinu og hreiðurgerð riddara á Skákhátíð MótX!

Hin óteljandi blæbrigði skáklistarinnar leiftruðu eins og norðurljósin í 5. umferð Skákhátíðar MótX. Vel ígrundaðar hernaðaráætlanir, taktískur sveigjanleiki, dramatískt innsæi og hreinræktuð hugsvik – allt blandaðist þetta saman í sætsúrum kokkteil sem áhorfendur sötruðu sér til ánægju á þessu fagra vetrarkvöldi.   Hjörvar Steinn Grétarsson og Baldur Kristinsson. Hér áttust við Huginskappar tveir, annar margefldur…

SA 100 ára

Við hjá Skákfélaginu Hugin, sendum Skákfélagi Akureyrar og vinum okkar norðan heiða, innilegar hamingjuóskir með aldarafmæli. Megi Skákfélag Akureyrar dafna um ókomin ár og verða áfram einn af hornsteinum íslensks skáklífs!