Rússar áfram efstir á EM í skák — Carlsen heimsmeistari tapaði aftur

Rússar halda efsta sætinu á Evrópumótinu í skák í Laugardalshöll eftir jafntefli við Asera í 5. umferð. Gullaldarlið Íslendinga vann góðan sigur á Austurríki, íslenska kvennasveitin vann Noreg sannfærandi en A-lið Íslands beið lægri hlut fyrir Grikkjum. Mesta athygli í dag vakti tap Carlsens heimsmeistara fyrir svissenska stórmeistaranum Pelletier.  Á efsta borði beindust flestra augu…

Heimsmeistarinn mætir til leiks í dag!

Þriðja umferð Evrópumóts landsliða fer fram í dag í Laugardalshöllinni. Heimsmeistarinn sjálfur, Magnus Carlsen, mætir til leiks í dag en hann hvíldi í tveimur fyrstu umferðunum. Hann teflir við Levon Aronian, næststigahæsta keppenda mótsins. Aðalliðið mætir sveit Þjóðverja en gullaldarliðið teflir við sveit Tyrkja. Erfiaðar viðureignir báðar tvær en stigalega hallar töluvert á okkar menn.…

Armenar og Georguímenn efstir á EM landsliða í skák í Reykjavík

Hrafn Jökulsson skrifar:   Íslenska A-landsliðið lá gegn Armenum Gullaldarliðið tapaði fyrir Hollendingum Guðlaug hetja okkar gegn Tyrkjum   Íslenska A-landsliðið í skák steinlá fyrir Armenum, einni sterkustu skákþjóð heims, í fyrstu umferð Evrópumóts landsliða sem hófst í Laugardalshöll í dag. Armenar, sem tefla fram Levon Aronian á efsta borði, gáfu Íslendingum engin grið og…

Setningarathöfn Evrópumóts landsliða í skák – þér er boðið kl. 14:30

Verið hjartanlega velkomin á setningarathöfn 20. Evrópumóts landsliða í skák í Laugardalshöll. Þetta er stærsti skákviðburður ársins í heiminum og meðal keppenda eru heimsmeistarinn Magnus Carlsen og helmingur af 20 stigahæstu skákmönnum heims. 36 lið tefla í opnum flokki og 30 í kvennaflokki. Ísland fær sem gestgjafi að tefla fram tveimur liðum og í Gullaldarliði…

Evrópumót landsliða í skák 2015 í Laugardalshöll: Sterkasta skákmót ársins í heiminum

Stærsti skákviðburður á Íslandi síðan 1972 Skáksveitir frá 35 löndum Næstum 500 erlendir gestir Magnus Carlsen heimsmeistari og Mariya Muzychuk heimsmeistari kvenna meðal keppenda Friðrik Ólafsson í Gullaldarliði Íslands  Evrópumót landsliða í skák fer fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík, 13.-22. nóvember. Evrópumótið er stærsti skákviðburður sem fram hefur farið á Íslandi síðan Fischer og Spassky…

Hjörvar hraðskákmeistari Hugins

Það voru 20 skákmenn sem mættu til leiks á Hraðskákmót Hugins í Mjóddinni sem fram fór sl. mánudagskvöld 9. nóvember í aðdraganda Evrópumóts landsliða. Þátttakendur hafa svo sem áður verið fleiri en mótið var eftir sem áður vel skipað. Hjörvar Steinn Grétarsson sigraði örugglega með 12,5 vinninga af 14 mögulegum og er því hraðskákmeistari Hugins…

Hraðskákmót Hugins (suðursvæði) fer fram á mánudaginn

Hraðskákmót Hugins í Mjóddinni verður haldið mánudaginn 9. nóvember nk. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a og hefst taflið kl. 20. Tefldar verða 7 umferðir 2*5 mínútur. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Heildarverðlaun á mótinu eru kr. 20.000. Núverandi hraðskákmeistari Hugins er Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir. Þetta er í tuttugasta sinn sem mótið fer fram.…