Hraðkvöld mánudaginn 26. október

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 26. október nk.  og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verða svo hraðkvöldin fyrsta og síðasta mánudag í hverjum mánuði að því undanskildu þegar mánudag ber upp á stórhátíð eða aðrir viðburðir eru til…

Framsýnarmótið hefst á morgun

Framsýnarmótið 2015 verður haldið í matsal fyrrverandi Litlaugaskóla á Laugum í Reykjadal helgina 23-25 október nk. Tefldar verða 7 umferðir alls, fyrstu fjórar með atksákartímamörkum (25 mín) en þrjár síðustu skákirnar með 90 mín + 30 sek/leik. Þátttökugjald 2000 kr en 1000 kr fyrir 16 ára og yngri. Dagskrá: Föstudagur 23. október kl 20:00  1.…

Dagur, Hjörvar og Guðmundur efstir á Atskákmóti Reykjavíkur

Dagur Ragnarsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Guðmundur Kjartansson enduðu efstir og jafnir með 5v á vel sóttu Atskákmóti Reykjavíkur sem sem fram fór á mánudagskvöldið. Dagur var þeirra hæstur á stigum en hann sigraði Hjörvar í 5. umferð og tók þar með forystuna af Hjörvari fyrir lokaumferðina. Jafntefli við Omar Salama í lokaumferðinni þýddi hins vegar…

Hermann efstur á æfingu

Hermann Aðalsteinsson varð efstur á skákæfingu sem fram fór sl. mánudagskvöld á Húsavík. Hermann fékk 5,5 vinninga af 6 mögulegum. Tefldar voru skákir með 5 mín umhugsunartíma á mann og tvöföld umferð. Lokastaðan. Hermann Aðalsteinsson  5,5 af 6 Hlynur Snær Viðarsson   4.5 Sigurbjörn Ásmundsson  1 Sam Rees              …

Atskákmót Reykjavíkur og atskákmót Hugins, suðursvæði.

Atskákmót Reykjavíkur sem jafnframt er atskákmót Hugins, suðursvæði fer fram mánudaginn 19. október.  Mótið fer fram í félagsheimili Hugins, Álfabakka 14a í Mjódd. Tefldar verða 6 umferðir með Svissnesku-kerfi og hefur hvor keppandi 15 mínútur á skák. Mótið hefst kl. 19:30.Verði tveir jafnir í baráttunni um annan hvorn titilinn verður teflt tveggja skáka hraðskákeinvígi.  Verði jafnt að því loknu…