Hermann efstur á æfingu

Hermann Aðalsteinsson varð efstur á skákæfingu sem fram fór sl. mánudagskvöld á Húsavík. Hermann fékk 5,5 vinninga af 6 mögulegum. Tefldar voru skákir með 5 mín umhugsunartíma á mann og tvöföld umferð. Lokastaðan. Hermann Aðalsteinsson  5,5 af 6 Hlynur Snær Viðarsson   4.5 Sigurbjörn Ásmundsson  1 Sam Rees              …

Atskákmót Reykjavíkur og atskákmót Hugins, suðursvæði.

Atskákmót Reykjavíkur sem jafnframt er atskákmót Hugins, suðursvæði fer fram mánudaginn 19. október.  Mótið fer fram í félagsheimili Hugins, Álfabakka 14a í Mjódd. Tefldar verða 6 umferðir með Svissnesku-kerfi og hefur hvor keppandi 15 mínútur á skák. Mótið hefst kl. 19:30.Verði tveir jafnir í baráttunni um annan hvorn titilinn verður teflt tveggja skáka hraðskákeinvígi.  Verði jafnt að því loknu…

Óskar Víkingur unglingameistari Hugins – Vignir Vatnar sigraði á mótinu.

Vignir Vatnar Stefánsson sigraði á Unglingameistaramóti Hugins sem lauk á þriðjudaginn. Vignir Vatnar fékk 6,5 vinning í sjö skákum og það var Björn Hólm Birkisson sem náði jafntefli í næst síðustu umferð. Vignir Vatnar tefldi af öryggi í mótinu, lenti sjaldan í vandræðum og landaði sigrinum af öryggi. Jafnir í öðru og þriðja sæti með…

Omar sigraði á hraðkvöldi

Omar Salama sigraði á hraðkvöldi Hugins em haldið var í gær þann 5. október. Til að gera langa sögu stutta þá má einfaldlega segja að hann hafi rúllað þessu upp með 7v í jafn mörgum skákum. Jafnir í 2.3. sæti voru Bárður Örn Birkisson og Örn Leó Jóhannsson með 5v og einnig jafnir á stigum.…

Vignir Vatnar efstur á Unglingameistaramóti Hugins eftir fyrri hlutann

Unglingameistaramót Hugins (suðursvæði) hófst fyrr í dag með fjórum umferðum. Vignir Vatnar Stefánsson hefur unnið allar sínar viðureignir og er efstur eftir fyrri hlutann með 4v.Jafnir í 2. og 3. sæti eru Dawid Kolka og Björn Hólm Birkisson með 3,5v. Síðan koma fjórir skákmenn jafnir með 3v en það eru Aron Þór Maí, Felix Steinþórsson,…

Unglingameistaramót Hugins 2015 (suðursvæði)

  Unglingameistaramót Hugins 2015 hefst mánudaginn 5. október n.k. kl. 16.30 þ.e. nokkru fyrr heldur en venjulegar mánudagsæfingar. Mótinu verður svo fram haldið þriðjudaginn 6. október n.k. kl. 16.30.  Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad kerfi. Fyrri keppnisdaginn verða fjórar skákir og þrjár þann seinni. Umhugsunartími á hverja skák er 20 mínútur. Mótið er opið…

Hraðkvöld mánudaginn 5. október

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 5. október nk.  og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verða svo hraðkvöldin að jafnaði fyrsta og síðasta mánudag í hverjum mánuði að því undanskildu þegar mánudag ber upp á stórhátíð eða aðrir viðburðir…