Einar Hjalti og Davíð efstir á Meistaramóti Hugins

Davíð Kjartansson (2366) og Einar Hjalti Jensson (2394) eru efstir með 4½ vinning eftir fimmtu umferð Meistaramóts Hugins sem fram fór á þriðjudagskvöldið. Davíð vann nafna sinn Kolka (1819) en Einar Hjalti lagði Loft Baldvinsson (1988) að velli. Bárður Örn Birkisson (1854), sem vann Veroniku Steinunni Magnúsdóttur (1843), er þriðji með 4 vinninga. Ungir og…

Hraðskákkeppni taflfélaga: Dregið í undanúrslit

Ólafur Ásgrímsson dró í undanúrslit í hádeginu. Hraðskákkkeppni taflfélaga (undanúrslit) Huginn-b – Bolungarvík Huginn-a – SA Skv. reglum keppninnar eiga undanúrslit að fara fram laugardaginn 5. september. Litla bikarkeppnin (undanúrslit) SFÍ – Vinaskákfélagið/Fjölnir SSON – SR Mælst er til þess að undanúrslit Litlu bikarkeppninnar fari fram sem fyrst til að hægt sé að tefla báðar úrslitaviðureignirnar…

Huginn lagði TR í æsispennandi viðureign: 36,5 – 35,5

Taflfélag Reykjavíkur og Huginn áttust við gær í hinum vistlegu húsakynnum TR í Faxafeni en um var að ræða 8-liða úrslit í Hraðskákkeppni taflfélaga. Viðureignin var mjög jöfn, spennandi og bráðskemmtileg og þandi taugar áhorfenda engu síður en keppenda. Í hálfleik var staðan 20-16 Hugin í vil. TR-ingar komu sterkir inn í seinni hlutanum, náðu…

Hraðskákkeppni taflfélaga: Risaleikur í Feninu í kvöld

Í kvöld, mánudag, fer fram risaleikur í hraðskákkeppni taflfélaga þegar A sveit Hugins mætir A sveit Taflfélags Reykjavíkur. Viðureignin fer fram á heimavelli TR í Feninu (Faxafen 12) og keppnin hefst 20:00. Áhorfendur velkomnir! Hraðskákeppni taflfélaga Úrslit/pörun annarrar umferðar: Skákfélag Akureyrar – Víkingaklúbburinn 45-27 Taflfélag Bolungarvíkur – TRuxvi 3,5 – 2,5 eftir bráðabana. Taflfélag Reykjavíkur – Skákfélagið Huginn a-sveit (Mánudaginn, 31. ágúst…

Hraðskákmót taflfélaga: Dramatískur sigur Bolvíkinga á unglingasveit TR

Unglingasveit TR og Bolvíkingar áttust við í 8 liða úrslitum hraðskákkeppni taflfélaga í kvöld. TR-ingar sýndu strax að þeir eru í mun betri æfingu og sneggri á klukkunni. Auk þess sem Bolvíkingar voru ekki alveg með nýjustu hraðskákreglur og hreinu og köstuðu frá sér vinningum með því að drepa kóng og vekja upp drottningu á…

Hraðskákkeppni taflfélaga: Huginn b-sveit lagði Taflfélag Garðabæjar örugglega

Huginn b-sveit og Taflfélag Garðabæjar (TG) áttust við í 8 liða úrslitum Hraðskákkepni taflfélaga í gærkvöldi. Viðureignin fór fram í glæsilegum húsakynnum TG í Garðabænum. Skemmst er frá þvi að segja að Huginn vann öruggan sigur með tölunum 60-12 en nokkra lykilmenn vantaði í lið Garbæinga. Bestum árangri Huginsmanna náði Sæberg Sigurðsson sem hlaut 11½…