Huginn og Taflfélag Bolungarvíkur mætast í úrslitum
Skákfélagið Huginn og Taflfélag Bolungarvíkur mætast í úrslitum Hraðskákkeppni taflfélaga. Það er ljóst eftir undanúrslit keppninnar sem fram fóru í húsnæði Skákskóla Íslands sl. laugardag. A-sveit Hugins vann Skákfélag Akureyrar nokkuð örugglega að velli 44-28 en Bolvíkingar unnu b-sveit 40-32 þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í lokaumferðinni. Huginn-a – SA Viðureignin félaganna…